Fundur á Austurvelli

Jamm og jæja.

LÍÚ hefur boðað til fundar um sjávarútvegsmál á Austurvelli á fimmtudag 7 júní n.k. Ætlunin er að sigla flotanum til Reykjavíkur og fjölmenna á fundinn.

Stjórn Jötuns hefur ákveðið að skrifa ekki uppá auglýsingu LÍÚ um fundinn. Stjórnin ítrekar hinsvegar umsagnir sínar um fiskveiðifrumvarpið og auðlindafrumvarpið, en þeim hefur Jötunn hafnað. Stjórnin hvetur félagsmenn sína til að fjölmenna á fundinn á eigin forsendum.

Hér er hluti umsagnar SSÍ um auðlindafrumvarpið:

Sjómannasamband Íslands hefur fram til þessa verið mótfallið veiðigjaldi í formi auðlindagjalds. Eðlilegt er að útgerðin greiði hóflegt veiðigjald til að standa straum að kostnaði við stofnanir ríkisins á sviði fiskveiðistjórnar og sjávarútvegs, en að öðru leyti eru engin rök fyrir sérstöku veiðagjaldi á útgerðina að mati Sjómannasambands Íslands.

Ástæða þess að Sjómannasamband Íslands er mótfallið auðlindagjaldi er sú einfalda staðreynd að á endanum verða það sjómenn en ekki útgerðirnar sem greiða stóran hluta gjaldsins. Má í því sambandi minna á tengsl útgerðar og fiskvinnslu og hvernig þau tengsl hafa haft óæskileg áhrif á verðmyndun  aflans. Vegna launakerfis sjómanna, þ.e. hlutaskiptakerfisins, ræður verðmæti aflans mestu um launakjör sjómanna. Útgerðarmenn munu leita allra leiða til að velta byrðinni af sérstaka veiðigjaldinu yfir á sjómenn með tilheyrandi tekjuskerðingu.

Þessa umsögn hefur stjórn Jötuns skrifað uppá sem sína.


Sjómannadagur nálgast.

Moren.

Sjómannadagurinn nálgast óðum. Einungis rúm vika í hann. Hér í Eyjum verður mikið um að vera eins og venjulega.

Föstudaginn 1 júní er sjóaragolfmót, knattspyrna og minningarleikur um Steina Jó heitinn. Þar etja kappi gamlir félagar Steina úr ÍBV og Fylki. Svo verður rokk í Höllinni um kvöldið. Tyrkja Gudda með alla bestu rokkara landsins innanborðs. Og auðvitað Addi Johnsen í Akóges.

Á laugardeginum byrjum við á Básaskersbryggju kl 13:00 með sjómannafjör. Kappróður og leiki. Erum í samvinnu við bæinn sem er að gera veglegt torg austan við Kaffi Kró. Sem er að verða tilbúið. Endum þar á útitónleikum Foreign Monkeys.

Í Höllinni um kvöldið verður frábær dagskrá. Matur að hætti Einsa Kalda. Skemmtiatriði sem enginn vill missa af og ball með Brimnes á eftir. Veislustjóri verður landabruggarinn Gísli Einarsson.

Sjómannadagurinn sjálfur verður með hefðbundnu sniði. Messa, Stakkó þar sem aldnir sæúlfar verða heiðraðir og margt fleira. Dagskráin mun liggja frammi í matvörubúðunum næsta þriðjudag.

Sjómannadagurinn í Vestmannaeyjum 2012 er helgaður minningu Sigmunds Jóhannssonar, þess mæta manns sem sjómenn eiga svo margt að þakka.

Blessuð sé minning Sigmunds. 


Heimaey Ve 1

Moren.

Heimaey Ve 1 kom í fyrsta skipti til heimahafnar sl. þriðjudag. Alveg rosalega flott skip og öll aðstaða til fyrirmyndar. Var reyndar ekki við þegar hún kom en er búinn að líta á gripinn. Hamingjuóskir til Ísfélagsmanna. Stjórnarformaður Ísfélagsins skaut sig aðeins í fótinn í ræðu sinni við komu skipsins. Ætlar bara að selja skipið, nýkomið til landsins. Hátíðisdagur í bæ og þetta voru skilaboðin. Svo var kostum skipsins lýst og þar kom fram að þetta væri tæknivæddasta skip flotans og kæmi með verðmætasta hráefnið! En selja bara gripinn og ná sér í gamalt stöff í skipakirkjugörðunum í Evrópu. Útgerðarmenn fá ekki prik hjá mér fyrir svona málflutning. Segi ekki meir.

Þorsteinn kom í morgun með rúm 80 tonn, mest ýsu og Suðurey var líka með 60 tonn af karfa. Rauði herinn sem nú telur tvö skip, Vestmannaey og Bergey var líka í morgun. Báðir með eitthvað um 60-70 tonn, mest ýsu. Frár landaði í gær 60 tonnum mest lýsu.

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kom í morgun. Crystal Serenity heitir það og er 69.000 tonn. 250 metra langt og búið sex 10.000 hestafla vélum!


Verstöðin 14 maí 2012.

Moren.

Nú er norðan rok í Verstöðinni. Suðurey kom inn í morgun með fullfermi, 80 tonn. Gullberg kom á laugardag eftir 3 daga á sjó með fullt skip, 85 tonn.

Á morgun kemur nýjasta skipið í flotanum í fyrsta sinn til heimahafnar. Það er hin nýja Heimaey sem smíðuð var í Síle. Það verður hátíðisdagur á morgun í bland við áhyggjur okkar af æfingum stjórnvalda með kvótakerfið.

Í silfri Egils í gær var Finnbogi Vikar í viðtali. Hann undraðist mjög af hverju sjómannasamtökin hefðu ekki verið með kröfur um allan fisk á markað. Hvar hefur téður Finnbogi haldið sig undanfarin ár? Fylgist hann ekki með? Ef hann hefði nú lagt það á sig að kynna sér málin þá hefði hann komist að því að aðalkrafa okkar gegnum tíðina hefur einmitt verið þessi:

Allan fisk á markað! Á vef Sjómannasambandsins, www.ssi.is getur Finnbogi lesið ályktanir þinga okkar nokkur ár aftur í tímann. Svo er hér hluti umsagnar SSÍ um auðlindafrumvarpið til  Atvinnuveganefndar.

,,Ástæða þess að Sjómannasamband Íslands er mótfallið auðlindagjaldi er sú einfalda staðreynd að á endanum verða það sjómenn en ekki útgerðirnar sem greiða stóran hluta gjaldsins. Má í því sambandi minna á tengsl útgerðar og fiskvinnslu og hvernig þau tengsl hafa haft óæskileg áhrif á verðmyndun  aflans. Vegna launakerfis sjómanna, þ.e. hlutaskiptakerfisins, ræður verðmæti aflans mestu um launakjör sjómanna. Útgerðarmenn munu leita allra leiða til að velta byrðinni af sérstaka veiðigjaldinu yfir á sjómenn með tilheyrandi tekjuskerðingu."

Er hægt að hafa þetta eitthvað skýrara? Lágmark að menn vití hvað þeir eru að tala um á opinberum vettvangi.


Fimmtudagur 10 maí.

Moren.

Frár landaði í gær tæpum 60 tonnum mest þorski,ýsu og lýsu. Mest fór í gáma því verðið er gott úti núna. Lágt á Íslandi um þessar mundir vegna strandveiða. Bergur var með 65 tonn af allskonar. Bergey með 45 tonn af blandi. Vídalín var í vikunni með fullfermi, nema hvað. Einnig Suðurey með 75 tonn. Þórunn með 300 kör eða 90 tonn.

Bræðurnir á Glófaxa ll eru að gera það gott á handfærunum. Þeir eru allir eins nema Hrafn!! Huginn er farinn í slipp á Akureyri. Vestmannaey er ekki komin inn en verður líklega á morgun. Heyrði á bryggjunni í morgun að Biggi væri að rífa til að halda köllunum í þjálfun. Þórunn er að fara í ársskoðun til Danaveldis í næstu viku og verður frá í mánuð.

Nú fara frumvörpin að koma aftur til kasta þingsins eftir nefndaryfirferð. Vonandi ná menn ásættanlegri lendingu með þessa þvælu alla saman. En best væri að byrja uppá nýtt og semja alvöru frumvarp sem meiri sátt væri um. Það verður aldrei sátt meðal atvinnusjómanna ef það á að taka meira frá okkur en orðið er. Nóg er nú samt. Svo skulu þeir sem mestum tekjum skila í þjóðarbúið lækka í launum og margir missa plássin sín. Allt í boði velferðarstjórnarinnar.


Ennþá mok.

Moren.

Jæja ennþá sama mokið á flotanum. Drangavík var í gær með 65 tonn, mest þorsk og ýsu og ekkert í þvottakarinu!! Vídalín einnig með 100 tonn karfa og ufsa. Vestmannaey með 65 tonn, ýsu og karfa. Karfinn fékkst á Fjöllunum og þar var gamli karfadráparinn Biggi í essinu sínu. Brynjólfur kom úr fyrsta humartúrnum og gekk vel. 105 kör af heilum krabba og 25 tonn af fiski. Svo er nýja græjan hjá Ribsafari farinn að sigla kringum Eyjarnar á 50 mílna ferð, ekki ónýtt það.

Smá upplýsingar fyrir Sjómannadaginn. Ætlunin er að færa sjómannafjörið á laugardeginum úr Friðarhöfninni niður á Básabryggju.

Á föstudeginum verður risa golfmót fyrir sjómenn og knattspyrna.

Einnig verður minningarleikur um Steingrím Jó á Hásteinsvellinum. Þar etja kappi gamlir félagar Steina úr ÍBV og Fylki. M.a. Venni, Rútur, Frikki Sæba, Heimir Hallgríms, Hlynur Stefáns, Hjalti Jó, Jón Bragi, Kristinn Tómasson, Þórhallur Dan, Finnur Kolbeinsson, Gunnar Þór Pétursson svo einhverjir séu nefndir.


30. apríl 2012

Moren.

Jæja nú líður að sumri hjá okkur. Held að það verði gott til sjávar og sveita. Lítið að gerast á bryggjunum. Vestmannaey er á landleið með fullfermi síðan á föstudag. Drangavík var í gær held ég með fullfermi sem og Nonni Vídó. Guðmundur og Huginn eru á kolmunna í færeysku og fiska vel. Huginn er að klára sinn kvóta og fer í slipp á Akreyri. Guðmundur landar líklega á miðvikudag í Færeyjum og á þá einn túr eftir.

Minni félagsmenn á útilegukortið sem er á 8000 kall á skrifstofunni. Íbúðirnar okkar í Reykjavík eru í mjög góðri nýtingu, yfirleitt pantað mánuð fram í tímann. Hægt að sjá á www.sjomannafelag.is hvaða dagar eru lausir og hverjir ekki.

Orlofsstyrkur er greiddur einu sinni á ári til félagsmanna, kr 15.000, mæta með greiddan reikning fyrir allskonar einhverju sem tengist orlofi, s.s. hótelgisting, sumarbústaður, sólarlandaferð, leigja tjaldvagn eða fellihýsi, o.s.frv.


Loksins er bloggað!!

Moren.

Jæja nú er maður kominn aftur á klakann. Tenerife í 11 daga var ljúft og ekki var kuldanum fyrir að fara þar. Stuttbuxur allan tímann og frítt að drekka!!

En það er búið að vera mok á flotanum undanfarið. Menn skutlast út í einn og tvo daga og fylla. Þorskurinn er allstaðar og hvergi eins og maðurinn sagði. farið að saxast á kvótann og yfirleitt farinn einn túr í viku. Krissan er að fara á snurvoð og Brynjólfur á humar. Glófaxi er að fara í málun og svo á humar. Smáey farin til nýrra eigenda á Grenivík. Nokkrir sjómenn þar að leita að plássi.

Set hér inn umsögn Sjómannasambandsins um auðlindafrumvarpið arfavitlausa. Þar er gert ráð fyrir því að skatturinn á hvern haus í Eyjum verði rúmar 800.000 krónur. Er ekki komið nóg af skattpind þessarar ríkisstjórnar?

 

Umsögn um frumvarp til laga um veiðigjald.

Sjómannasamband Íslands hefur fram til þessa verið mótfallið veiðigjaldi í formi auðlindagjalds. Eðlilegt er að útgerðin greiði hóflegt veiðigjald til að standa straum að kostnaði við stofnanir ríkisins á sviði fiskveiðistjórnar og sjávarútvegs, en að öðru leyti eru engin rök fyrir sérstöku veiðagjaldi á útgerðina að mati Sjómannasambands Íslands.

Ástæða þess að Sjómannasamband Íslands er mótfallið auðlindagjaldi er sú einfalda staðreynd að á endanum verða það sjómenn en ekki útgerðirnar sem greiða stóran hluta gjaldsins. Má í því sambandi minna á tengsl útgerðar og fiskvinnslu og hvernig þau tengsl hafa haft óæskileg áhrif á verðmyndun  aflans. Vegna launakerfis sjómanna, þ.e. hlutaskiptakerfisins, ræður verðmæti aflans mestu um launakjör sjómanna. Útgerðarmenn munu leita allra leiða til að velta byrðinni af sérstaka veiðigjaldinu yfir á sjómenn með tilheyrandi tekjuskerðingu.

Sú nýbreytni er tekin upp í frumvarpinu að ákvarða umframhagnað eða auðlindarentuna út frá afkomu sjávarútvegsins í heild, þ.e. veiða og vinnslu sameiginlega, þó gjaldið sé síðan innheimt af útgerðinni. Í ljósi samtvinnunar veiða og vinnslu telur Sjómannasamband Íslands  þessa aðferðafræði rökrétta ef innheimta á veiðigjald út frá auðlindarentu á annað borð. Þetta ætti að koma í veg fyrir að arður sem myndast í atvinnustarfseminni verði fluttur frá veiðunum yfir í vinnsluna til að sleppa við að greiða gjaldið, þ.e. lágmarkar neikvæð áhrif á fiskverð sem notað er til hlutaskipta.

Deila má síðan um hve há reiknuð ávöxtun rekstrrarfjármuna  á að vera til að að finna eðlilega reiknaða rentu eða stofn til veiðigjaldsins og hve há álagningin á reiknaða rentu á síðan að vera.

Samkvæmt frumvarpinu er reiknuð ávöxtun rekstrarfjármuna, sem dregin er frá vergri hlutdeil fjármagns (EBITDA), 10% í fisvinnslunni og 8% í veiðunum þegar reiknuð renta er fundin. Reiknað er með að sérstakt veiðigjald verði síðan 70% af samanlagðri reiknaðri rentu í veiðum annars vegar og vinnslu hins vegar reiknað á hvert þorskígildiskíló að frádregnu almennu veiðigjaldi. Sjómannasamband Íslands telur reiknaða ávöxtun rekstrarfjármuna of lága og skattlagninguna á umframrentuna of háa til að útgerðin geti staðið undir veiðigjaldinu.

Varðandi fyrirhugaðar auknar álögur á útgerðina í formi veiðigjalds má minna á að Alþingi setti í lög haustið 2009 að sjómannaafsláttur yrði afnuminn í áföngum. Nú hefur sjómannaafslátturinn verið skertur um 50% af því sem hann var á árinu 2010 í krónum talið og verður hann að fullu fallinn brott árið 2014. Með lagasetningunni vísaði Alþingi samtökum sjómanna á útgerðina varðandi bætur vegna afnáms sjámannaafsláttarins. Með auknum álögum á útgerðina er samtökum sjómanna ekki auðveldað að sækja bætur til útgerðarinnar. Sjómannasamband Íslands skorar því á Alþingi að nota þetta sérstaka veiðigjald, verði það lagt á, til að draga skerðinguna á sjómannaafslættinum nú þegar til baka.

 

 


Korter fyrir páska spjall.

Moren.

Jæja nú er stjörnumok á flotanum. Drangavík landaði 13 sinnum í mars. Eitthvað rúmum 900 tonnum. Netajallarnir gera það líka gott og eru komnir í páskafrí sem og Drangavík. 450 tonn hjá Kristbjörgu í mars þrátt fyrir brælutíð. Bergey er stopp í þrjár vikur vegna vélaskveringu. Smáey rær út apríl og fer svo á Grenivík og nokkrir sjómenn koma til með að missa vinnuna þar. En Smáey fór út á föstudagskvöld og kom smekkuð undir kvöld í gær, 65 tonn. Dala-Rafn kom með 75 tonn í gær eftir tvo daga á veiðum. Gullberg er farið nýmálað á sjó. Og Frár er farinn á sjó...........

Nú eru frumvörpin frægu frá SJS komin til nefndar og nú er vinna við álitsgerð hafin hjá stéttarfélögum sjómanna. Það er morgunljóst að veiðigjaldsfrumvarpið er algerlega óásættanlegt fyrir atvinnusjómenn. Arðurinn af veiðunum sem á m.a. að fara í uppbyggingu flotans og til annarar uppbyggingar fer í ríkiskassann til pólitískrar úthlutunar. Maður lifandi. Engin trygging hvort við fáum krónu til baka. Berjumst með kjafti og klóm gegn þessu óréttlæti.


Skattpíning frá helvíti...

moren

Frumvörp ríkisstjórnarinnar um stjórn fiskveiða- og veiðigjöld komu fram í gær.

 

Mér sýnist að frumvarpið um stjórn fiskveiða sé nokkuð í anda þess sem boðað hefur verið að undanförnu. Tveir pottar niðurnegldir til framtíðar. En eitt stingur í augu fremur en annað. Það er ef mikil aflaaukning verður. T.d. ef þorskaflinn fer yfir 202.000 tonn þá fær litla kerfið til sín 60% af aukningunni. Alveg forkastanlegt að mínu mati. Útgerðir og sjómenn víðsvegar um landið hafa þreytt þorrann í von um betri tíð með blóm í haga. En nei, nei, gæluverkefni stjórnmálamannanna hafa forgang.

 

Auðlindagjaldið er sér kapituli útaf fyrir sig. 20-30 milljarðar eiga að hverfa út úr greininni árlega. Maður lifandi! Hvert eru menn að stefna þeirri atvinnugrein sem við stólum mest á?  Steingrímur J sagði í gær að útgerðin hefði verið að greiða niður skuldir undanfarin ár. Ok það er frá en hvað með endurnýjun skipaflotans? Sú endurnýjun er eftir og ekki verður mikið úr henni ef skattleggja á eina atvinnugrein til andskotans. Segjum að 2 til 2,5 milljarðar hverfi héðan árlega í hítina í Reykjavík, ( varlega reiknað. ) Hverfi út úr okkar hagkerfi. Þetta er ekkert annað en ávísun á vandræði hjá stórum sem stórum útgerðum. Allt situr á hakanum. Endurnýjun tækja, fyrirtækin hafa minna svigrúm ef nokkurt til samfélagslegrar uppbyggingar, framþróun í veiðarfæragerð, framþróun tæknibúnaðar, uppbygging mannvirkja og svo mætti lengi telja. Það má færa rök fyrir að ríkið tapi á þessu þegar upp er staðið vegna minni virðisauka á öllum vígstöðvum.

 

Ég er reyndar ánægður með að takmarkanir á frjálsa framsalinu. Það bætir stöðu okkar byggðalega séð. Ríkið ætlar að leigja um 20.000 tonn árlega. Hver á að borga? Sjómennirnir eða? Við erum komnir nokkuð langt með að stoppa þáttöku sjómanna í kvóta- og leigubraski, en nú byrjar sá slagur að nýju. Ekkert garartí er í frumvarpinu um að svo verði ekki.

 

En ég held því nú reyndar fram að þessi aðferð ríkisstjórnarinnar sé svipuð og þegar niðurskurður heilbrigðiskerfisins stóð fyrir dyrum. Henda fram stórri sprengju og svo dregið í land svo allir verði sáttari en í byrjun. Tilgangurinn helgar meðalið.

 

Ekki meira að sinni. Sjómannasamtökin eru að rýna í frumvarpið og okkur gefst tækifæri á að koma með athugasemdir þegar frumvarpið fer til sjávarútvegsnefndar þingsins eftir fyrstu umræðu á hinu háa Alþingi.

 

rp ríkisstjórnarinnar um stjórn fiskveiða- og veiðigjöld komu fram í gær.

 

Mér sýnist að frumvarpið um stjórn fiskveiða sé nokkuð í anda þess sem boðað hefur verið að undanförnu. Tveir pottar niðurnegldir til framtíðar. En eitt stingur í augu fremur en annað. Það er ef mikil aflaaukning verður. T.d. ef þorskaflinn fer yfir 202.000 tonn þá fær litla kerfið til sín 60% af aukningunni. Alveg forkastanlegt að mínu mati. Útgerðir og sjómenn víðsvegar um landið hafa þreytt þorrann í von um betri tíð með blóm í haga. En nei, nei, gæluverkefni stjórnmálamannanna hafa forgang.

 

Auðlindagjaldið er sér kapituli útaf fyrir sig. 20-30 milljarðar eiga að hverfa út úr greininni árlega. Maður lifandi! Hvert eru menn að stefna þeirri atvinnugrein sem við stólum mest á?  Steingrímur J sagði í gær að útgerðin hefði verið að greiða niður skuldir undanfarin ár. Ok það er frá en hvað með endurnýjun skipaflotans? Sú endurnýjun er eftir og ekki verður mikið úr henni ef skattleggja á eina atvinnugrein til andskotans. Segjum að 2 til 2,5 milljarðar hverfi héðan árlega í hítina í Reykjavík, ( varlega reiknað. ) Hverfi út úr okkar hagkerfi. Þetta er ekkert annað en ávísun á vandræði hjá stórum sem stórum útgerðum. Allt situr á hakanum. Endurnýjun tækja, fyrirtækin hafa minna svigrúm ef nokkurt til samfélagslegrar uppbyggingar, framþróun í veiðarfæragerð, framþróun tæknibúnaðar, uppbygging mannvirkja og svo mætti lengi telja. Það má færa rök fyrir að ríkið tapi á þessu þegar upp er staðið vegna minni virðisauka á öllum vígstöðvum.

 

Ég er reyndar ánægður með að takmarkanir á frjálsa framsalinu. Það bætir stöðu okkar byggðalega séð. Ríkið ætlar að leigja um 20.000 tonn árlega. Hver á að borga? Sjómennirnir eða? Við erum komnir nokkuð langt með að stoppa þáttöku sjómanna í kvóta- og leigubraski, en nú byrjar sá slagur að nýju. Ekkert garartí er í frumvarpinu um að svo verði ekki.

 

En ég held því nú reyndar fram að þessi aðferð ríkisstjórnarinnar sé svipuð og þegar niðurskurður heilbrigðiskerfisins stóð fyrir dyrum. Henda fram stórri sprengju og svo dregið í land svo allir verði sáttari en í byrjun. Tilgangurinn helgar meðalið.

 

Ekki meira að sinni. Sjómannasamtökin eru að rýna í frumvarpið og okkur gefst tækifæri á að koma með athugasemdir þegar frumvarpið fer til sjávarútvegsnefndar þingsins eftir fyrstu umræðu á hinu háa Alþingi.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband