Glđilegt nýtt ár úr Verstöđinni.

Moren. Blíđan hér undanfarna daga er međ ólíkindum. Veđriđ á gamlárskvöld var hreint út sagt frábćrt. Eiginlega of mikiđ logn, ţví púđurreykurinn lá yfir bćnum langt fram á nótt. Mikiđ var sprengt og björgunarsveitarmenn eru ánćgđir međ söluna.

Flotinn fór á sjó í nótt. Togskipin lönduđu flest 30 des og voru međ ţetta 20-30 tonn af blönduđum fiski. Suđurey var eina skipiđ sem landađi á gamlársdag. Gummi Lalla í síđasta túr, Pétur Andersen tekinn viđ. Til hamingju Pétur og gangi ţér og ţinni áhöfn vel í slarkinu. Held ađ stóru dassarnir ćtli í gulldepluleit, ţví ekki bćtir Hólabiskup viđ síldarkvótann frekar en ţorskinn og ufsann, bara skötuselinn fyrir sérstaka vini sína.

Kveđja Valmundur


Mótmćli sjómanna í Verstöđinni

Í gćrkvöld var fjölmennur fundur sjómanna í Alţýđuhúsinu og voru menn heitir. Kom fram ríkur vilji ađ taka höndum saman viđ útgerđarmenn og sigla flotanum í land til ađ mótmćla ađför stjórnvalda ađ íslenskri sjómannastétt og útgerđarmönnum.

 

Vestmannaeyjum 30 desember 2009

Ályktun frá fundi sjómanna í Vestmannaeyjum.

 

Sjómenn í Vestmannaeyjum fordćma ađgerđir stjórnvalda í ţeirra garđ harđlega og krefjast ţess ađ stjórnvöld dragi til baka afnám sjómannaafsláttar og útflutningsálag á óunnin fisk.

Á fundinum sem var mjög fjölsóttur, kom fram skýr vilji sjómanna til samstöđu og ađgerđa gegn ofantöldum ađgerđum stjórnvalda.

Sjómannaafsláttur hefur veriđ órjúfanlegur hluti af kjörum sjómanna undanfarin 55 ár. Nú hafa stjórnvöld ákveđiđ ađ slá hann af án nokkurra bóta. Ţessa ákvörđun fordćmir fundurinn harđlega.

Sjómenn taka á sig skattahćkkanir eins og ađrir launamenn en taka á sig mun meiri kjaraskerđingu en ađrar stéttir međ afnámi sjómannaafsláttarins.

Sjómenn Íslands skorast ekki undan ábyrgđ í ţeim ţrengingum sem fram undan eru hjá Íslenskri ţjóđ. Ţeir munu nú sem áđur leggja líf og limi í hćttu, vera fjarri ástvinum megniđ af árinu og standa sína plikt.

Öllu tali um forréttindi og breyttar ađstćđur sjómanna viđ Íslandsstrendur er vísađ til föđurhúsanna.

Sjómenn nota almannaţjónustu minnst allra stétta.

Fjarvistir frá heimili hafa aukist hin síđari ár og standa í lengri tíma en áđur.

Lćknisţjónusta viđ sjómenn hefur veriđ skorin niđur viđ trog ađ undanförnu og útlit fyrir ađ ekki verđi hćgt ađ kalla út ţyrlu alla daga ársins, og hve langt út á haf er óvíst.

Á sama tíma og ráđist er ađ kjörum sjómanna er ekki hróflađ viđ skattfrjálsum dagpeningagreiđslum eđa öđrum hlunnindum sem útvaldir skattgreiđendur njóta.

Sjómenn munu ekki una ţví ađ ráđist sé ađ kjörum ţeirra međ ţessum hćtti.

 

Fundurinn mótmćlir ţví harđlega ađ sjávarútvegsráđherra hafi sett 5% útflutningsálag á óunnin fisk.

Fyrir sjómenn í Vestmannaeyjum ţýđir ţetta ađ heil áhöfn missir vinnuna.

Barátta sjómanna og útgerđarmanna í Vestmannaeyjum til margra ára, ađ fella niđur ţessi fáránlegu höft, er fótum trođin og okkur sýnist ađ ţessari ađgerđ sé sérstaklega beint gegn útgerđinni og sjómönnum í Vestmannaeyjum.

Fjölmennur fundur sjómanna í Vestmannaeyjum fordćmir harđlega aukaúthlutun sjávarútvegsráđherra á skötuselskvóta og reglum um úthlutun  hans.

Međ ţessari gerrćđislegu ákvörđun sendir ráđherra sjómönnum og útgerđarmönnum í Vestmannaeyjum kaldar kveđjur. Rök hans fyrir ţessari ákvörđun eru jafn fáránleg og ákvörđunin sjálf. Meginrökin, ađ skötuselur veiđist nú víđar en fyrir sunnan land, halda ekki vatni. Ţađ er nefnilega svo ađ skip hafa vél og skrúfu til ađ komast milli stađa eins og fiskurinn hefur sporđ til ţess sama.

 

 

         __________________                                                 ­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­______________________

             Bergur Kristinsson                                                        Valmundur Valmundsson

 

Svo í lokin óska ég íslenskum sjómönnum hamingju á nýju ári og ţakka ţađ gamla.

 

 

 

 

 

 

 


Ákall til sjómanna í Verstöđinni

Sjómenn Vestmannaeyjum, bođađ er til opins fundar í Alţýđuhúsinu kl. átta í kvöld.

Nćg eru fundarefnin.

Sjómannafélögin í Vestmannaeyjum.


Kalt í Verstöđinni, topparáđningar og traust.

Í morgun var smá spjall um ,,nýju,, mennina í bönkunum. Fannst mönnum ţađ skjóta skökku viđ ađ gamlir jálkar sem hafa ráđiđ öllu, dásömuđu útrásina og sigldu okkur í strand, eru ráđnir í ćđstu stöđur.

Ekki myndi útgerđarmađur ráđa aftur skipstjóra sem hefđi siglt einni skútunni hans í strand og iđrast eigi heldur rifiđ kjaft og haldiđ ţví fram ađ radarinn og kompásinn hafi veriđ bilađir. Ţó var sigld full ferđ í ţokunni og brćlunni.

Er ekki komiđ nóg af svona vitleysu. Grunnurinn  ađ góđri samvinnu til sjós er traust. Ef traust er til stađar gengur allt upp. Ţetta traust vantar í heimi stjórnmálanna, ţegar ţađ kemur eru okkur allir vegir fćrir. 

Ţess vegna segi ég viđ pólitíkusana, búiđ til ţetta traust fyrir okkur og ţá skulum viđ taka slaginn međ ykkur og ţiđ međ okkur til ađ vinna okkur út úr ţessari vitleysu sem örfáir menn komu okkur í.

 Svo er félagsfundur í Alţýđuhúsinu kl. átta annađ kvöld og allir ađ mćta.

 


Mokhríđ í Verstöđinni

Góđan dag.

Heldur betur vetur núna. Ţađ hefur snjóađ međ köflum síđan í morgun en frostiđ hefur linast síđan í gćr. Gaman hjá krökkunum á Stakkó og víđar um bćinn.

Aflaverđmćti á Íslandsmiđum jókst um 21% fyrstu níu mánuđi ársins og verđur ţetta besta ár til sjós í langan tíma. Ţrátt fyrir lođnubrest og minni kvóta í nánast öllum tegundum. Sem er náttúrulega ţvćla ţegar litiđ er til reynslu sjómanna um allt land. Hugsiđ ykkur ef tekiđ vćri mark á ţeim sem gerst ţekkja um ástandiđ á miđunum.

Áfram sjómenn, sem afliđ gjaldeyris ţegar ţörfin er mest.

Ekki lítur vel út međ lođnuna á komandi vertíđ. Frćđingarnir hafa gefiđ út ađ engin lođna hafi fundist í haustleiđangrinum. En sjáum til, kćmi ekki á óvart ţó eitthvađ fyndist eftir áramót, sem kastandi vćri á.

Togskipaflotinn er mest allur á sjó, heldur drćm aflabrögđ ađ mér skilst.


Annar í Jólum og áti.

Jólamoren.

Einhversstađar sagđi ég frá ţví af hverju ég segi ,,moren'' í upphafi greina. Gömlu rollukallarnir á Sigló, ţar á međal afi minn Óli Eiríks heilsuđu ćtíđ á morgnana međ ţessari heilsu. Eflaust er ţetta komiđ úr dönsku en er samt gott til heilsu, betra en hć.

Sama blíđan alltaf hér í Verstöđinni og sést til sólar. Fór í Hressó í morgun og hitti ţar fríđan hóp sem var ađ hlaupa af sér jólaspikiđ. Kom heim og setti litlu afaskottuna í vagninn og út ađ sofa. Mikiđ vildi ég eiga nógu stóran vagn til ađ sofa í úti eins og börnin.

Hangikjötiđ í gćr og sviđasultan var frábćr matur. Og svo fengum viđ sent sauđa hangilćri austan af Jökuldal. Sem er toppurinn, hvílíkt hnossgćti.

Megniđ af togbátaflota Eyjamanna fer á sjó um miđnótt og fá gott veđur sýnist mér og vonandi ná menn í gullgáminn.

Minni á ALMENNAN FÉLAGSFUND HJÁ JÖTNI MIĐVIKUDAGINN 30 DES KL. 20:00 Í ALŢÝĐUHÚSINU ţar förum viđ yfir málin og skiptumst á skođunum um okkar mál. Léttar veitingar á eftir.

 

 


Gleđilega hátíđ úr Verstöđinni.

Hér er friđur og ró yfir öllu. Veđriđ frábćrt og minnstu borgararnir eru ađ leika sér í snjónum. Tími jólabođanna er runninn upp og allir fara saddir ađ sofa í kvöld.

Hér er ályktun stjórnar og varastjórnar Jötuns frá 22. des.

Vestmannaeyjum 22 desember 2009

Ályktun um niđurfellingu sjómannaafsláttar.

Stjórn og varastjórn Jötuns Sjómannafélags, mótmćlir harđlega fram komnum og samţykktum tillögum Ríkisstjórnar Íslands um afnám skattaafsláttar til sjómanna á Íslandi.

Í aldarađir hafa sjómenn ţessa lands fćrt afla ađ landi, landslýđ til léttis í bjargarleysinu. Sjómenn Íslands skorast ekki undan ábyrgđ í ţeim ţrengingum sem fram undan eru hjá Íslenskri ţjóđ. Ţeir munu nú sem áđur leggja líf og limi í hćttu, vera fjarri ástvinum megniđ af árinu og standa sína plikt, munu áfram draga björg í bú hvađ sem tautar og raular. Í ljósi ţessa er ákvörđun Alţingis um afnám sjómannaafsláttar, algerlega úr öllum takti og skilningur alţingismanna á starfi sjómanna Íslands lítill sem enginn.

Öllu tali um sérréttindi og breyttar ađstćđur sjómanna viđ Íslandsstrendur er vísađ til föđurhúsanna.

Sjómenn nota almannaţjónustu minnst allra stétta.

Fjarvistir frá heimili hafa aukist hin síđari ár og standa í lengri tíma en áđur.

Sjómennska er eitt hćttulegasta starf á Íslandi.

Lćknisţjónusta viđ sjómenn hefur veriđ skorin niđur viđ trog ađ undanförnu og útlit fyrir ađ ekki verđi hćgt ađ kalla út ţyrlu alla daga ársins, og hve langt út á haf er óvíst.

Ţessi upptalning sýnir svo ekki verđur um villst, ađ sjómannstarfiđ er enn hćttulegt og krefjandi starf sem verđur ađ meta ađ verđleikum ţegar kemur ađ útdeilingu lífsgćđa til almúgans.

Jötunn minnir á ađ skattaafsláttur til sjómanna er lćgstur á Íslandi af öllum Norđurlöndunum. Viđ sem ţjóđ, stólum ţó mest á sjávarútveginn til tekjuöflunar, af ţessum ţjóđum öllum.

Jólakveđja frá Eyjum, Valmundur

 

 

 

 


Gleđileg jól úr Verstöđinni

Moren á ađfangadagsmorgni. Eins og greint var frá í gćr, snjóađi hér í Eyjum og nú er allt hvítt og fallegt. Birtan kemur fyrr og varir lengur og allt umhverfiđ er einhvernveginn hreinna.

Nú sit ég viđ tölvuna og pikka inn en barnabarniđ fékk ađ opna einn pakka og leika sér, horfir svo á barnaefniđ í sjónvarpinu ţess á milli, til ađ stytta tímann fram ađ stóru stundinni.

Viđ hjónakornin röltum í bćinn í gćrkveld og ekki var ađ sjá annađ en allir vćru komnir í jólaskap í snjónum. Kaffihúsin full af fólki ađ fá sér gott í kroppinn, kakó og eitthvađ meira, eins og gengur. Ekki var vín ađ sjá á nokkrum manni, ţađ var öđruvísi hér áđur fyrr ţá voru menn slagandi í leit ađ passlegum náttkjól á konuna!

Allur flotinn er bundinn viđ bryggju, fagurlega skreytt skipin lýsa upp skammdegiđ, stund milli stríđa. Áhafnir og fjölskyldur ţeirra eru ađ telja í jólin, hlađa batteríin fyrir nćsta úthald. Ţeir eru oft strembnir janúar og febrúar á sjónum, langvarandi gćftaleysi og lítiđ um fisk.

Sjómönnum Íslands og fjölskyldum ţeirra óska ég GLEĐILEGRA JÓLA sem og landslýđ öllum.


Ţorláksmessa međ fnyk.

Moren. Hvađ haldiđ ţiđ? Ţađ snjóar í Verstöđinni, allt orđiđ hvítt. Mikiđ er ţetta jólalegt, svona á jólaveđriđ ađ vera.

Skötulyktin fer bráđum ađ lćđast um heimilin og mikiđ verđur nú gott ađ gúffa í sig blessađri skötunni. Vel kćstri og međ hamsatólg. Eina skiptiđ á árinu sem mađur fćr tólg útá fiskinn. Bölvađ kólesteróliđ. Annars fer mín fjölskylda til Óđins í Klöpp í skötu og hlakka mikiđ til. Ţar verđur margt um manninn, enda Klappararnir margir og skemmtilegir eins og allir vita.

Jólafundur stjórnar Jötuns var haldinn í gćr. Ţar voru mörg mál á dagskrá, m.a. samţykktum viđ ályktun um sjómanaafsláttinn. Byrti hana síđar í dag hér á blogginu. Svo verđur ALMENNUR FÉLAGSFUNDUR MIĐVIKUDAGINN 30 DES. KL. 20:00 Í ALŢÝĐUHÚSINU. Ţá verđur flotinn kominn í land og viđ förum yfir málin vítt og breytt. Eftir fund verđa léttar veitingar.


Verstöđin, jól í nánd.

Moren.

Allt í góđu hér hjá okkur. Norđanáttin ađ linast og allir ađ tínast ađ landi í jólastopp, ţ.e. fram ađ miđnótt annan í jólum. Ţá fer megniđ af flotanum ađ ná í Gullgáminn.

Rauđi herinn kom í gćr allir međ um 30 tonn. Ţá eru bara Bergur og Bylgja eftir.

Eitthvađ hefur vinur vor www.nilli.blog.isfariđ vitlaust fram úr um daginn. Hann skrifar um ađ vigta verđi allan afla hér á landi áđur hann er fluttur út. Gott og vel ţađ er hans skođun. En í athugasemdum segir hann alla vera í svindli, útgerđina, vigtarmennina, fiskistofu, lögguna og sýslumennina, ţá hljóta sjómennirnir ađ vera međ eđa eru ţeir skynlausar skepnur sem taka ekki eftir neinu, ótýndir glćpamenn segir Nilli.

Algerlega órökstuddar fullyrđingar og hafi hann skömm fyrir, svo taka einstaka rugludallar undir međ honum. Ţessir menn vita greinilega ekkert í sinn haus um útflutning í gámum.

Viđ Eyjamenn erum stoltir af árangri okkar í gámafiskinum og ég get lofađ ykkur ţví ađ vel er fylgst međ og vel ađ málum stađiđ. Sjómennirnir vita nákvćmlega hvađ ţeir eru ađ fiska og hvađ fer inn í gámana og hvađ kemur út úr ţeim úti. Eđa heldur Nilli ţví fram ađ sjómenn séu ađ svindla á kerfinu međ ţví ađ gefa upp fćrri kíló og hafa ţar af leiđandi lćgra kaup.

Er sammála Nillanördum um eitt, ţađ er allan fisk á markađ. Fyrir ţví hafa sjómannasamtökin barist í árarađir. Svo ćtti ađ leyfa Tjöllunum og Germönunum ađ bjóđa í á móti okkur hér heima. Ţá myndađist ,, rétt '' verđ held ég. Annars er rétt verđ afstćtt hugtak sem lengi má rífast um.

Annars gott fólk segjum viđ Gleđileg jól héđan úr Verstöđinni.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband