Moren.
Nú er stuttri loðnuvertíð að ljúka. Allir að klára. Eyjaflotinn er kominn að landi ef svo má segja. Guðmundur og Huginn liggja undir Eiðinu að klára frystingu og þrífa. Álsey og Júpíter eiga einhverjar sleikjur eftir. Þorsteinn er að græja sig á fiskitrollið. Annars var góð veiði í gær á Faxaflóanum og sýndist mönnum sá flekkur vera á suðurleið og ekki útilokað að um vestangöngu sé að ræða. Væri nú ekki lag fyrir aðalmanninn að bæta aðeins við kvótann fyrir þjáða þjóð. Ef ekki núna hvenær þá? Og talandi um veiðiheimildir þá má nú líka skoða síldina og botnfiskinn. Grundarfjörður er troðfullur af síld og þorskurinn er alla að drepa. Tala menn um að það sé eiginlega best að koma sér í land undan þorskinum og leyfa honum að flæða yfir. Það er sama hvar veiðarfæri er dýft í sjó allstaðar er sá Guli að gera mönnum lífið leitt og engir smáfiskar heldur tveggja handa fiskur.
Koma svo pólitíkusar, þið hafið völdin nú er að nýta þau landi og lýð til hagsbóta.
Bloggar | 9.3.2010 | 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Reynir Traustason skrifar leiðara í DV. Í því sambandi ætla ég að taka fram.
Það þarf ekkert að kjósa um kvótann. Við eigum hann og ég held að innst inni viti greifarnir það. Setjum á 100% veiðiskyldu með afnotarétti til 20 ára. Það sem þú ekki veiðir, veiða aðrir. Ekkert framsal nema skipta á tegundum.
Það er ekkert grín að taka núverandi útgerðir út fyrir sviga og afhenda öðrum veiðiréttinn. Þeir, (þessir nýju) þurfa samt sem áður að kaupa sér skip til veiðanna, leigja aflaheimildir af ríkinu og hús til að verka fiskinn og sölufyrirtæki til að losna við hann. Á ég að halda áfram að telja? Hver á að borga? Kannski sjómennirnir með lægri launum? Eða bugaður ríkiskassi? Hættum þessu bulli og höldum áfram að veiða án þess að setja allt í kaldakol. Er ekki komið nóg af kollsteypum. Ekki eina enn takk.
Bloggar | 6.3.2010 | 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Daginn.
Bendi á skoðanaskipti okkar Nilla á www.nilli.blog.is um fiskveiðistjórnunina. Mínar skoðanir eru í kommentunum.
Bloggar | 6.3.2010 | 14:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Moren.
Leiðist hérna heima, peyjaskrattinn stal af mér bílnum og sprungið á hjólinu. Enginn bryggjurúntur í morgun. En eiginkonan er heima svo ég má ekki segja að mér leiðist!
En ég veit að Kap var að koma í land með fullfermi og fer líklega ekki aftur. Snapa fréttir eftir hádegi og set inn á bloggið.
Bloggar | 5.3.2010 | 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hitti Gúmmarann í morgun og hann laumaði einum góðum.
Tveir fólksbílar hittust á förnum vegi, Nissan og Wolksvagen bjalla. Nissaninn spyr: af hverju ertu með svona útstandandi augu?
WV svarar: Þú værir svona líka ef vélinni hefði verið troðið í rassgatið á þér!!!
Bloggar | 4.3.2010 | 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Moren.
Bryggjurúnturinn er afstaðinn og margir að landa. Drangavík með tæp 60 tonn, Vestmannaey með sama og Smáey með 30 tonn. Dala Rafn 38 tonn og Frár með einn gám eða 12 tonn eftir tvo daga. Svo bíða Sighvatur, Þorsteinn og færeyski Júpiter löndunar sem og gamla Kap. Japanirnir ganga um bæinn í stóru stígvélunum sínum og karpa um verð á hrognunum við toppana í Vinnsló og Ísfélaginu. Hjólin snúast og eitthvað tínist í kassann.
Þorskurinn liggur í loðnunni og étur á sig gat og engin ýsa er komin á svæðið og eitthvað lætur ufsinn bíða eftir sér. Þetta stendur allt til bóta hef ég trú á. Það er stór loðnuflekkur hérna í Álnum og eitthvað vestur um, segja sjóararnir og Bergur sá stóra torfu við Ingólfshöfðann svo öll nótt er ekki úti enn.
Bloggar | 4.3.2010 | 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Daginn.
8 loðnuskip eru nú í Eyjum að landa eða bíða löndunar. Suðurey kom í morgun með fullfermi um, 80 tonn. Gámadagur á morgun og allt í blóma. Farið á www.eyjafrettir.is og skoðið hvaða skip eru að landa.
Það hefur gengið á með slyddu í dag og birtir á milli. Margar áhafnir eru orðnar tölvutengdar sama hvar skipin eru og nokkrar áhafnir eru á snjáldurskinnu. Hafa skipstjórar þurft að banna sumum að senda út aflafréttir að aðgerð lokinni ef verið er að fiska á leynistöðunum, nefni engin nöfn en fyrsti stafurinn er Óttar.
Bloggar | 3.3.2010 | 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jónas Kristjánsson er stundum alveg kostulegur. Loksins komið verkefni fyrir Kára í jötunmóð til að leysa; finna fávitagenið í Íslensku þjóðinni. Jónas er búinn að því og gaman væri að sjá hvort Kári kemst að sömu niðurstöðu.
Blogg Jónasar;
Fjöldi fávita vanmetinn
Þráinn Bertelsson vanmetur gróflega fjölda fávita á Íslandi. Erlendis kunna þeir að vera aðeins 5% af mannfjöldanum, en hér eru þeir margfalt fleiri. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins einir sér eru yfir 30% allra landsmanna. Þeir, sem töldu hærri skatta óþarfa um áramótin eru 70%. Hvort tveggja er samkvæmt könnunum. Mér dettur í hug, að græðgisvæddir fávitar séu um 30% mannfjöldans og fávitar í afneitun séu önnur 30%. Til viðbótar koma svo ýmsar aðrar gerðir fávita, þannig að heildartalan fer í 80%, þegar allt er talið. Langt út af kortinu er að tala um, að bara 5% þjóðarinnar séu fávitar.
Bloggar | 2.3.2010 | 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Moren.
Það er blessuð blíðan í Verstöðinni, nánast logn og fjögurra stiga hiti. Helvítis bræla á loðnumiðunum í gær og þeir fáu sem köstuðu lentu í brasi. En vonandi geta menn unnið í dag ekki veitir af ef kvótinn á að nást. Gullbergið er nýkomið til hafnar með góð 40 tonn mest karfa og þorsk. Simmi á Hafursey er að landa ufsa um 50 tonnum, er svo að fara að róa frá Grindavík en hann er með samning við vinnslu þar.
Annars er lítið að frétta nema á Vigtinni í morgun vildi einn fastagesturinn setja viðskiptabann á bretana og gott ef ekki hafnbann líka, ekkert Icesave kjaftæði. Senda fiskinn til Rússlands og fá olíu til baka og ef okkur vantar sykur þá bara senda Kastró einn farm af fiski í vöruskiptum. Virkja allar kellingar á prjónana og prjóna trefla, lopapeysur, ullarbrækur og vettlinga handa kuldaþjáðri Evrópu og selja á uppsprengdu verði, þá þarf ekki að kynda eins mikið. Svona er lífið, ef kvenmenn Íslands eru duglegar að prjóna þá minnkar kyndingarkostnaðurinn í Evrópu.
Bloggar | 2.3.2010 | 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Moren.
Var á Flúðum um helgina í sumarbústað um hávetur. Ekki var mikill snjór í uppsveitunum, smá föl. Hérna í Verstöðinni er snjórinn að gefa eftir og hreinsun bæjarins gengur hægt og bítandi.
Kap og Sighvatur komu í morgun með fullfermi þannig að allt komið á fullt í Vinnsló aftur, eftir stopp um helgina. Annars er ennþá hálfgerð bræla, og einhverjir voru að skríða út í morgunsárið. Hitti Gauja Bingó á Vigtinni í morgun og þá fær maður alltaf sögu en hún verður ekki sögð hér. En þangað til næst bið ég að heilsa.
Bloggar | 1.3.2010 | 09:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar