Daginn.
Nú er aldeilis fjör á bryggjunni í Verstöðinni. Trollararnir streyma í land hver á eftir öðrum með fullfermi. Hólfið útaf Sandgerði opnaði í gærnótt og allir smekkaðir á rúmum sólarhring. Alveg sæmilegt hjá flotanum. Veit ekki alveg skiptinguna á aflanum en einhver hvíslaði að of mikið væri af þorski á svæðinu, nema hvað.
Jæja best að drífa sig á bryggjuna og snapa meiri fréttir.
Bloggar | 2.5.2010 | 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Moren.
Í dag er 1. maí baráttu- og hátíðardagur verkalýðsins. Annars hefur þetta orð, verkalýður, svolítið týnst á undanförnum árum. Veit ekki hvers vegna. En kannski förum við að nota það í meira mæli núna í kreppunni. Það er nefnilega hinn almenni verkamaður, verkalýðurinn, sem brýtur á í þessu ástandi. Alltaf tekur verkalýðurinn á sig byrðarnar. Þjóðarsátt um þetta og hitt, sem á að hjálpa oss uppúr hjólförunum. Oft höfum við komist uppá barminn en jafnharðan rúllað niður í hjólfarið og enn einu sinni erum við þar að veltast í skítnum sem aðrir moka yfir okkur.
Bloggar | 1.5.2010 | 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Daginn.
Bergey kom með Vestmannaey í togi til hafnar í dag. Vestmannaey fékk belginn í skrúfuna en ekki hlaust mikið tjón af. Peyjarnir verða eldsnöggir að skipta út þremur spólum sem eru í ræmum. Eyjarnar lönduðu báðar, Bergey 25 tonn og Vestmannaey 15 tonn.
Svo verður landað úr Guðmundi á morgun 850 tonn frosinn kolmunni, takk fyrir.
Bloggar | 29.4.2010 | 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Moren.
Ekkert að frétta nema menn berja skóm sínum í ræðupúlt í Reykjavík. Bergur að landa í morgun, er örugglega með góðan afla eins og þeirra er von og vísa.
Engin viðbrögð hjá stjórnvöldum til að búa til atvinnu handa sveltandi lýð. Jóni bónda væri í lófa lagið að bæta við þorskinn og halda í horfinu í atvinnumálum sjómanna og vinnslufólksins í landi. Sumarvinna skólafólks er í hættu víða um land og kemur til með að bitna á heimilunum sem er ekki á bætandi.
Bloggar | 29.4.2010 | 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Daginn.
Orð dagsins. Þorskur hér, þorskur þar, þorskur allstaðar. Mikið helv.. getur maður fengið eitt kvikindi á heilann. En allstaðar sama sagan, hvar sem borið er niður. Þorskurinn er í svo miklum mæli að allt er að verða stopp í útgerðinni og fiskvinnslunni. Stjórnvöld verða að bregðast við og auka við aflaheimildir. Það þýðir ekki að stóla á einhverjar rómantískar veiðar á smápungum í sumar. Meiri kvóta strax. Ma ma ma ma bara skilur þetta ekki.
Annað að frétta. Þorsteinn landaði í morgun 80 tonnum blandaður afli. Bergey landaði í gær fullfermi um 70 tonnum mest þorsk held ég. Kristbjörg var dregin í land en hún var kominn að Bjarnarey þegar sjódælan á aðalvélinni gaf sig og allt fylltist af gufu í vélarrúminu. Unnið er að viðgerð. Svo kom Þorsteinn inn aftur, nýfarinn út, veit ekki hvers vegna. Guðmundur er á leiðinni af kolmunnamiðunum með fullfermi, líklega síðasti túrinn á svartkjaftinn.
Bloggar | 28.4.2010 | 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Moren.
Bölvuð bræla alltaf. Vídalín landaði í gær um 70 tonnum. Huginn landaði 500 tonnum af frosnum kolmunna og 1000 tonnum í bræðslu á sunnudag. Í morgun lönduðu Dala Rafn 50 tonnum, Vestmannaey tæp 70 tonn. Smáey 60 tonn og Gullberg 65 tonnum. Drangavík landaði fullfermi eða rúmum 70 tonnum. Mestur hluti afla þessara skipa er þorskur eða yfirleitt helmingur. Svo landaði Brynjólfur 20 körum af heilum humri og 20 tonnum af þorski í gær.
Allstaðar er sama sagan þorskurinn þvælist allstaðar fyrir, hvert sem farið er. Allir hágrenjandi yfir ástandinu. En 1. maí opnar hólfið útaf Sandgerði og nú treysta menn á að ýsan sé þar. Síðasta hálmstráið. Þó má segja að þorskurinn sé lengur við en í fyrra og ef hann fer að skríða af þá gæti ýsan komið. En Jón bóndi á auðvitað að bæta við kvótann núna. Fengi miklu fleiri atkvæði fyrir það en strandveiðifrumvarpið.
Sá helvíti góða ferskeytlu á blogginu um sveitunga minn. Þarfnast ekki skýringar.
Illugi sá eldhugi. / Ætti að fá sér kríu / Ekki lengur á Alþingi / Eða í sjóði 9.......
Bloggar | 27.4.2010 | 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Moren.
Eitthvað er sá guli að stríða mönnum á Bankanum. Allir voru mættir á miðvikudagsmorgun vestan við Surt eftir að fæðingarorlofi þorskfiska lauk. Skemmst er frá að segja að þorskurinn var allstaðar, vestur eftir öllum banka og lítið um ýsu. Allur rauði herinn, Vestmannaey, Bergey og Smáey, landaði í gærkvöld. Allir með um 45 tonn mest þorsk. Frár landaði 20 tonnum mest þorsk og Bergur var einnig í landi í gærkvöld. Fer nú að verða fátt um fína drætti í þorskinum. Allstaðar er sá guli, hvar sem kastað er. ,,Helvítis þorskur allsstaðar'' segja skipstjóranrnir. Suðurey landaði í morgun og Drangavík einnig. Voru með fullfermi um 70 tonn hvor. Þorskur nema hvað. Krissan landaði humri, eða 18 körum en einnig 60 körum af, hvað haldið þið? ÞORSKI, auðvitað.
Það er ljótt að bölva og ragna þorskinum en flestir eru komnir í veruleg vandræði vegna þorskgengdar. Nú verður bóndinn að taka sönsum og bæta við. Það er borð fyrir báru. Meira að segja Hafró viðurkennir það. Koma svo Jón.
Bloggar | 23.4.2010 | 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Moren.
GLEÐILEGT SUMAR til sjávar og sveita. Fraus saman í nótt og það veit á gott sumar, segir í gömlum skræðum. Gott mál, vonandi verður ekki aska og eimyrja yfir okkur lengi. Nægt er nú hallærið samt.
Þetta er nú bölvuð svartsýni í mér, færum þetta á hærra plan eins og nóbelsskáldið sagði forðum. Þegar Jón bóndi bætir við þorskkvótann verður blússandi ferð á öllu uppávið og blóm í haga. Koma svo Nonni þú ræður jú öllu.
Bloggar | 22.4.2010 | 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Daginn.
Fór á fund í Borginni í morgun og komst báðar leiðir með flugi. Eins gott því Herjólfur er stopp í dag vegna viðhalds.
Kl. tíu í morgun hætti þorskurinn að vera í fæðingarorlofi og vonum við að hann hafi náð að ræpa úr sér blessaður. Nú eiga engin hrogn að koma að landi. Rauði herinn kom í gærkvöld og landaði fyrir mokið. Hef ekkert heyrt af aflabrögðum í dag, það svarar enginn svo það er fiskirí.
Hugur okkar er hjá fólkinu og skepnunum sem gosið hefur leikið illa. Æðruleysi og kjarkur einkennir bændur þessa lands og við verðum að standa saman og gera allt sem í okkar valdi stendur til að rétta hjálparhönd. Vonandi fer þessari óværu að linna svo hægt sé að snúa sér að uppbyggingu á svæðinu.
Bloggar | 21.4.2010 | 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Moren.
Það er andskotann ekkert að frétta hérna í Verstöðinni. Vídalín landaði á mánudag og Gandí landaði humri sem var smár úr Hornafjarðardýpi. Gullberg var í morgun með sæmilegan afla og Drangavík kemur í kvöld. Fæðingarorlofi þorskfiska lýkur kl. 10 í fyrramálið og þá flykkist flotinn á Bankann í von um ýsu og ufsa.
Skrítin ákvörðun hjá Jóni bónda að banna netaveiðar á makríl þó nokkrir kallar með flugu í hattinum hafi farið á taugum. Varla er laxinn að ganga allt sumarið, eða? Skyldi koma lax í skötuselsnetin?Spyr sá sem ekki veit. En ég veit að í fyrra fengu þeir engan lax á Frú Magnhildi sem stundaði tilraunaveiðar á makríl í net hér í Álnum.
Annars virðast flestir vera uppteknir við lestur SKÝRSLUNNAR og heyrist víða, ja hérna og nei þetta getur ekki verið. Bölvaður sori bara.
Bloggar | 20.4.2010 | 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar