Moren. Blíðan hér undanfarna daga er með ólíkindum. Veðrið á gamlárskvöld var hreint út sagt frábært. Eiginlega of mikið logn, því púðurreykurinn lá yfir bænum langt fram á nótt. Mikið var sprengt og björgunarsveitarmenn eru ánægðir með söluna.
Flotinn fór á sjó í nótt. Togskipin lönduðu flest 30 des og voru með þetta 20-30 tonn af blönduðum fiski. Suðurey var eina skipið sem landaði á gamlársdag. Gummi Lalla í síðasta túr, Pétur Andersen tekinn við. Til hamingju Pétur og gangi þér og þinni áhöfn vel í slarkinu. Held að stóru dassarnir ætli í gulldepluleit, því ekki bætir Hólabiskup við síldarkvótann frekar en þorskinn og ufsann, bara skötuselinn fyrir sérstaka vini sína.
Kveðja Valmundur
Flokkur: Bloggar | 2.1.2010 | 11:06 (breytt kl. 11:10) | Facebook
Bloggvinir
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 36309
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bull er þetta í mér, flotinn er enn bundinn við bryggju. Áramótin hafa lagst svona vel í menn að þeir nenna ekki á sjó.
Valmundur Valmundsson, 2.1.2010 kl. 14:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.