Í gćrkvöld var fjölmennur fundur sjómanna í Alţýđuhúsinu og voru menn heitir. Kom fram ríkur vilji ađ taka höndum saman viđ útgerđarmenn og sigla flotanum í land til ađ mótmćla ađför stjórnvalda ađ íslenskri sjómannastétt og útgerđarmönnum.
Vestmannaeyjum 30 desember 2009
Ályktun frá fundi sjómanna í Vestmannaeyjum.
Sjómenn í Vestmannaeyjum fordćma ađgerđir stjórnvalda í ţeirra garđ harđlega og krefjast ţess ađ stjórnvöld dragi til baka afnám sjómannaafsláttar og útflutningsálag á óunnin fisk.
Á fundinum sem var mjög fjölsóttur, kom fram skýr vilji sjómanna til samstöđu og ađgerđa gegn ofantöldum ađgerđum stjórnvalda.
Sjómannaafsláttur hefur veriđ órjúfanlegur hluti af kjörum sjómanna undanfarin 55 ár. Nú hafa stjórnvöld ákveđiđ ađ slá hann af án nokkurra bóta. Ţessa ákvörđun fordćmir fundurinn harđlega.
Sjómenn taka á sig skattahćkkanir eins og ađrir launamenn en taka á sig mun meiri kjaraskerđingu en ađrar stéttir međ afnámi sjómannaafsláttarins.
Sjómenn Íslands skorast ekki undan ábyrgđ í ţeim ţrengingum sem fram undan eru hjá Íslenskri ţjóđ. Ţeir munu nú sem áđur leggja líf og limi í hćttu, vera fjarri ástvinum megniđ af árinu og standa sína plikt.
Öllu tali um forréttindi og breyttar ađstćđur sjómanna viđ Íslandsstrendur er vísađ til föđurhúsanna.
Sjómenn nota almannaţjónustu minnst allra stétta.
Fjarvistir frá heimili hafa aukist hin síđari ár og standa í lengri tíma en áđur.
Lćknisţjónusta viđ sjómenn hefur veriđ skorin niđur viđ trog ađ undanförnu og útlit fyrir ađ ekki verđi hćgt ađ kalla út ţyrlu alla daga ársins, og hve langt út á haf er óvíst.
Á sama tíma og ráđist er ađ kjörum sjómanna er ekki hróflađ viđ skattfrjálsum dagpeningagreiđslum eđa öđrum hlunnindum sem útvaldir skattgreiđendur njóta.
Sjómenn munu ekki una ţví ađ ráđist sé ađ kjörum ţeirra međ ţessum hćtti.
Fundurinn mótmćlir ţví harđlega ađ sjávarútvegsráđherra hafi sett 5% útflutningsálag á óunnin fisk.
Fyrir sjómenn í Vestmannaeyjum ţýđir ţetta ađ heil áhöfn missir vinnuna.
Barátta sjómanna og útgerđarmanna í Vestmannaeyjum til margra ára, ađ fella niđur ţessi fáránlegu höft, er fótum trođin og okkur sýnist ađ ţessari ađgerđ sé sérstaklega beint gegn útgerđinni og sjómönnum í Vestmannaeyjum.
Fjölmennur fundur sjómanna í Vestmannaeyjum fordćmir harđlega aukaúthlutun sjávarútvegsráđherra á skötuselskvóta og reglum um úthlutun hans.
Međ ţessari gerrćđislegu ákvörđun sendir ráđherra sjómönnum og útgerđarmönnum í Vestmannaeyjum kaldar kveđjur. Rök hans fyrir ţessari ákvörđun eru jafn fáránleg og ákvörđunin sjálf. Meginrökin, ađ skötuselur veiđist nú víđar en fyrir sunnan land, halda ekki vatni. Ţađ er nefnilega svo ađ skip hafa vél og skrúfu til ađ komast milli stađa eins og fiskurinn hefur sporđ til ţess sama.
__________________ ______________________
Bergur Kristinsson Valmundur Valmundsson
Svo í lokin óska ég íslenskum sjómönnum hamingju á nýju ári og ţakka ţađ gamla.
Bloggvinir
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Ţ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 36279
Annađ
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.