Kalt í Verstöðinni, topparáðningar og traust.

Í morgun var smá spjall um ,,nýju,, mennina í bönkunum. Fannst mönnum það skjóta skökku við að gamlir jálkar sem hafa ráðið öllu, dásömuðu útrásina og sigldu okkur í strand, eru ráðnir í æðstu stöður.

Ekki myndi útgerðarmaður ráða aftur skipstjóra sem hefði siglt einni skútunni hans í strand og iðrast eigi heldur rifið kjaft og haldið því fram að radarinn og kompásinn hafi verið bilaðir. Þó var sigld full ferð í þokunni og brælunni.

Er ekki komið nóg af svona vitleysu. Grunnurinn  að góðri samvinnu til sjós er traust. Ef traust er til staðar gengur allt upp. Þetta traust vantar í heimi stjórnmálanna, þegar það kemur eru okkur allir vegir færir. 

Þess vegna segi ég við pólitíkusana, búið til þetta traust fyrir okkur og þá skulum við taka slaginn með ykkur og þið með okkur til að vinna okkur út úr þessari vitleysu sem örfáir menn komu okkur í.

 Svo er félagsfundur í Alþýðuhúsinu kl. átta annað kvöld og allir að mæta.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband