Annar í Jólum og áti.

Jólamoren.

Einhversstađar sagđi ég frá ţví af hverju ég segi ,,moren'' í upphafi greina. Gömlu rollukallarnir á Sigló, ţar á međal afi minn Óli Eiríks heilsuđu ćtíđ á morgnana međ ţessari heilsu. Eflaust er ţetta komiđ úr dönsku en er samt gott til heilsu, betra en hć.

Sama blíđan alltaf hér í Verstöđinni og sést til sólar. Fór í Hressó í morgun og hitti ţar fríđan hóp sem var ađ hlaupa af sér jólaspikiđ. Kom heim og setti litlu afaskottuna í vagninn og út ađ sofa. Mikiđ vildi ég eiga nógu stóran vagn til ađ sofa í úti eins og börnin.

Hangikjötiđ í gćr og sviđasultan var frábćr matur. Og svo fengum viđ sent sauđa hangilćri austan af Jökuldal. Sem er toppurinn, hvílíkt hnossgćti.

Megniđ af togbátaflota Eyjamanna fer á sjó um miđnótt og fá gott veđur sýnist mér og vonandi ná menn í gullgáminn.

Minni á ALMENNAN FÉLAGSFUND HJÁ JÖTNI MIĐVIKUDAGINN 30 DES KL. 20:00 Í ALŢÝĐUHÚSINU ţar förum viđ yfir málin og skiptumst á skođunum um okkar mál. Léttar veitingar á eftir.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband