Hér er friður og ró yfir öllu. Veðrið frábært og minnstu borgararnir eru að leika sér í snjónum. Tími jólaboðanna er runninn upp og allir fara saddir að sofa í kvöld.
Hér er ályktun stjórnar og varastjórnar Jötuns frá 22. des.
Vestmannaeyjum 22 desember 2009
Ályktun um niðurfellingu sjómannaafsláttar.
Stjórn og varastjórn Jötuns Sjómannafélags, mótmælir harðlega fram komnum og samþykktum tillögum Ríkisstjórnar Íslands um afnám skattaafsláttar til sjómanna á Íslandi.
Í aldaraðir hafa sjómenn þessa lands fært afla að landi, landslýð til léttis í bjargarleysinu. Sjómenn Íslands skorast ekki undan ábyrgð í þeim þrengingum sem fram undan eru hjá Íslenskri þjóð. Þeir munu nú sem áður leggja líf og limi í hættu, vera fjarri ástvinum megnið af árinu og standa sína plikt, munu áfram draga björg í bú hvað sem tautar og raular. Í ljósi þessa er ákvörðun Alþingis um afnám sjómannaafsláttar, algerlega úr öllum takti og skilningur alþingismanna á starfi sjómanna Íslands lítill sem enginn.
Öllu tali um sérréttindi og breyttar aðstæður sjómanna við Íslandsstrendur er vísað til föðurhúsanna.
Sjómenn nota almannaþjónustu minnst allra stétta.
Fjarvistir frá heimili hafa aukist hin síðari ár og standa í lengri tíma en áður.
Sjómennska er eitt hættulegasta starf á Íslandi.
Læknisþjónusta við sjómenn hefur verið skorin niður við trog að undanförnu og útlit fyrir að ekki verði hægt að kalla út þyrlu alla daga ársins, og hve langt út á haf er óvíst.
Þessi upptalning sýnir svo ekki verður um villst, að sjómannstarfið er enn hættulegt og krefjandi starf sem verður að meta að verðleikum þegar kemur að útdeilingu lífsgæða til almúgans.
Jötunn minnir á að skattaafsláttur til sjómanna er lægstur á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Við sem þjóð, stólum þó mest á sjávarútveginn til tekjuöflunar, af þessum þjóðum öllum.
Jólakveðja frá Eyjum, Valmundur
Bloggvinir
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.7.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 36280
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, og því má nú ekki gleyma að fangar á Litla Hrauni hafa meiri pening á dag til matarkaupa heldur en sjómenn...
Brynjar Unnarsson (IP-tala skráð) 25.12.2009 kl. 15:04
Ályktun stjórnar og varastjórnar Jötuns frá 22. des.
Heill og sæll, Tek undir hvert orð í þessari áliktun hjá ykkur Valmundur.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 25.12.2009 kl. 16:59
Kærar þakkir fyrir upplýsingar um skötusel og almennt fyrir sjómennskuna! Jólakveðja frá París.
Kristín í París (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 10:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.