Gleðileg jól úr Verstöðinni

Moren á aðfangadagsmorgni. Eins og greint var frá í gær, snjóaði hér í Eyjum og nú er allt hvítt og fallegt. Birtan kemur fyrr og varir lengur og allt umhverfið er einhvernveginn hreinna.

Nú sit ég við tölvuna og pikka inn en barnabarnið fékk að opna einn pakka og leika sér, horfir svo á barnaefnið í sjónvarpinu þess á milli, til að stytta tímann fram að stóru stundinni.

Við hjónakornin röltum í bæinn í gærkveld og ekki var að sjá annað en allir væru komnir í jólaskap í snjónum. Kaffihúsin full af fólki að fá sér gott í kroppinn, kakó og eitthvað meira, eins og gengur. Ekki var vín að sjá á nokkrum manni, það var öðruvísi hér áður fyrr þá voru menn slagandi í leit að passlegum náttkjól á konuna!

Allur flotinn er bundinn við bryggju, fagurlega skreytt skipin lýsa upp skammdegið, stund milli stríða. Áhafnir og fjölskyldur þeirra eru að telja í jólin, hlaða batteríin fyrir næsta úthald. Þeir eru oft strembnir janúar og febrúar á sjónum, langvarandi gæftaleysi og lítið um fisk.

Sjómönnum Íslands og fjölskyldum þeirra óska ég GLEÐILEGRA JÓLA sem og landslýð öllum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Valmundur og sömuleiðis gleðileg Jól.

Hvenær seturðu inn samþykkt sem þið gerðuð um sjómannaafslátt, bíð spentur eftir að lesa það . ?

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 24.12.2009 kl. 14:10

2 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Sæll Simmi ályktunin kemur í dag á bloggið, enginn tími í gær til neins nema jólast. Annars er búið að samþykkja afnám sjómannaafsláttar í bandormi ríkisstjórnarinnar en baráttan heldur áfram.

Valmundur Valmundsson, 25.12.2009 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband