Verstöðin, jól í nánd.

Moren.

Allt í góðu hér hjá okkur. Norðanáttin að linast og allir að tínast að landi í jólastopp, þ.e. fram að miðnótt annan í jólum. Þá fer megnið af flotanum að ná í Gullgáminn.

Rauði herinn kom í gær allir með um 30 tonn. Þá eru bara Bergur og Bylgja eftir.

Eitthvað hefur vinur vor www.nilli.blog.isfarið vitlaust fram úr um daginn. Hann skrifar um að vigta verði allan afla hér á landi áður hann er fluttur út. Gott og vel það er hans skoðun. En í athugasemdum segir hann alla vera í svindli, útgerðina, vigtarmennina, fiskistofu, lögguna og sýslumennina, þá hljóta sjómennirnir að vera með eða eru þeir skynlausar skepnur sem taka ekki eftir neinu, ótýndir glæpamenn segir Nilli.

Algerlega órökstuddar fullyrðingar og hafi hann skömm fyrir, svo taka einstaka rugludallar undir með honum. Þessir menn vita greinilega ekkert í sinn haus um útflutning í gámum.

Við Eyjamenn erum stoltir af árangri okkar í gámafiskinum og ég get lofað ykkur því að vel er fylgst með og vel að málum staðið. Sjómennirnir vita nákvæmlega hvað þeir eru að fiska og hvað fer inn í gámana og hvað kemur út úr þeim úti. Eða heldur Nilli því fram að sjómenn séu að svindla á kerfinu með því að gefa upp færri kíló og hafa þar af leiðandi lægra kaup.

Er sammála Nillanördum um eitt, það er allan fisk á markað. Fyrir því hafa sjómannasamtökin barist í áraraðir. Svo ætti að leyfa Tjöllunum og Germönunum að bjóða í á móti okkur hér heima. Þá myndaðist ,, rétt '' verð held ég. Annars er rétt verð afstætt hugtak sem lengi má rífast um.

Annars gott fólk segjum við Gleðileg jól héðan úr Verstöðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Heyrðu Valmundur minn góður.

Ég er reyndar búinn að svara þessum dylgjum þínum og fúkkyrðum á bloggi mínu.

Ég ætla ekki að fara að munnhöggvast meira við þig á bloggsíðum.

Þú er augljóslega ekki í góðu jafnvægi þessa stundina sem sést best á því þegar þú uppnefnir mig hinum ýmsu nöfnum.

Þetta gerir þínum skrifum ekkert gott.

Ég skora á þig að skrifa Sérstökum saksóknara og fara fram á opinbera ransókn á vigtarmálum og gámaútflutningi frá Vestmannaeyjum.

Sýndu okkur hversu megnugur þú ert og kjarkaður.

Förum bara í þetta saman félagi og endilega hafðu samband við mig í síma 847-3850 eða í netfang; nilli.skoga@simnet.is

Bestu kveðjur frá Tálknafirði.

Nilli.

Níels A. Ársælsson., 22.12.2009 kl. 09:50

2 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Þú Nilli minn góður gerir mína umbjóðendur tortryggilega og það læt ég ekki afskiptalaust. Ef þú kallar þetta fúkyrði í þinn garð þá er bleik brugðið.

Ég stend við það að þetta eru dylgjur sem eru í engu studdar neinum rökum. Að halda því fram að ég viti uppá mig skömmina er skot í myrkri hjá þér, hér hjá okkur er allt á tæru með vigtarmálin.

Ef einhverjir tortryggja gámaútflutning og vigtarmál í Eyjum skulu þeir sömu fara fram á opinbera rannsókn. Varla þeir sem treysta kerfinu, eða?

Annars Gleðileg jól úr Verstöðinni og njótum jólanna án samsæriskenninga.

Valmundur Valmundsson, 22.12.2009 kl. 15:32

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sæll Valmundur minn og takk fyrir góðar kveðjur.

Samsæriskenningar hef ég ekki smíðað í þessu tilliti en aftur á móti hafa þínir umbjóðendur margir hverjir látið ýmis orð falla.

Þetta er væntanlega eitt af mörgu sem byrjað er að ransaka.

Bestu jóla og nýjárskveðjur til ykkar allra.

Kv. Nilli.

Níels A. Ársælsson., 22.12.2009 kl. 15:59

4 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Valmundur, Það eru svona fólk sem kastar rýrð á okkur sjómenn, og þessi Níels er ekki sá fyrsti sem við þurfum að kljást við.

Valmundur ég sendi þér baráttu jólakveðju.

Helgi Þór Gunnarsson, 22.12.2009 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband