Verstöðin 18 des 2

Þorsteinn landaði í morgun um 40 tonnum og er hættur fyrir jól. Vídalín og Brynjólfur eru líka stopp en Brynjólfur var með um 30 tonn.

Það er margt skrýtið í kýrhausnum, stendur einhversstaðar skrifað. Línuívilnun er nú 20% ef notuð er landbeitt lína við veiðarnar. Þetta þýðir að þeir sem hafa sérhæft sig í línuveiðum með vélum, með ómældum kostnaði og fyrirhöfn, verða að henda þessari tækni frá borði til að fá 20% meiri kvóta. Vinnan varð léttari og ódýrara að gera út með beitningavél. Ekkert tillit er tekið til þess í þessu nýja kerfi. Tek undir með Pétri Hafsteini Pálssyni framkv.st. Vísis um þessi mál í Fiskifréttum í dag.

Sjómannaafslátturinn sívinsæli er enn til umræðu. Upplýst er að fiskifræðingar og aðrir fræðingar sem á sjó fara, eru á sérstakti fjarvistarþóknun plús aðrar sporslur. Gott mál og sannar okkar málflutning.

Ríkið fer með fleiprur þegar það segir aðstöðuna hafa breyst svo til batnaðar að hinn venjulegi sjómaður hafi ekkert með skattaafslátt að gera. Borgar sjálft beint annari stétt í beinhörðum peningum fyrir að vera að heiman frá fjölskyldu og vinum.Ekki vil ég fjargviðrast út í fiskifræðingana og þeirra kaup heldur stend með þeim í þeirra baráttu. Þetta er réttlætismál og þar hafið þið það svart á hvítu.

Sumir segja nú eflaust að einmitt hafi ríkisstarfsmennirnir samið um þetta við sína vinnuveitendur og það er rétt. En það er líka rétt að við sömdum um sjómannaafsláttinn á sínum tíma við ríkið. Einhliða niðurfelling er ósanngjörn og þar stendur hnífurinn í kúnni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband