Verstöðvarfréttir

Moren.

Það er bara vorveður í Verstöðinni. 6-9 stiga hiti dag eftir dag og blíða til sjávar og sveita. Gullberg landaði í gær fullfermi af ufsa og þorski. Landað síldarflökum úr Guðmundi í gær og í dag um 850 tonn. Sæmilegur slatti það. Það eru allir á sjó nema Gandí sem er hættur fram í janúar, er að fara í slipp. Glófaxi er að draga upp á selnum, verið lélegt undanfarið.

Hoffell kom í morgun í Gúanóið með 550 tonn af kreppukóði en eitthvað er þetta lélegt á gulldeplunni ennþá. En hún kom af meiri krafti eftir áramót í fyrra, þ.e. í jan. á þessu ári. Mjög lítið kom í land af deplu í desember í fyrra.

Nonni ráðherra heyktist á því að gefa út meiri síldarkvóta og botnfiskkvóta. Alltaf sama sagan, það vantar bein í nef Nonna til að standa uppí hárinu á Hafró. Það er enginn séns tekinn með því að auka bæði síldarkvótann og bolfiskkvótann. Síldina um 70.000 tonn, þorskinn um 30.000 tonn og sama kvóta á ufsann og í fyrra. Allir eru sammála um að nóg sé af ufsanum og jafnvel meira en í fyrra en þá var mjög auðvelt að ná honum

Enn er barist í sjómannaafslættinum og ekki er útséð með hvort það ber árangur. En við höldum áfram að berjast í því, sem og öðru sem að okkur snýr.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Helgi Þór Gunnarsson, 16.12.2009 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband