Moren.
Helvítis bræla í Verstöðinni í dag. Smáey, Vestmannaey, Bergey, Bylgja, Bergur og einhverjir fleiri lönduðu í morgun. Flestir með um 30-45 tonn af blandi. Bylgja þó með rúm 30 tonn af þorski sem fór í Nöf á 370 kall kílóið. Fínasta verð sem Daði og félagar eru að borga fyrir þorskinn. Svona gengur þetta ef boðið er gott í fiskinn hér heima þá fer hann ekki í gám. Útflutningur er ekki alltaf bestur, heldur er þetta sambland af möguleikum til fisksölu. Hámarka virðið fyrir fiskinn. Bæði hérlendis og erlendis. Þetta frelsi má ekki skerða því það rírir tekjumöguleika sjómanna.
Best væri að Tjallarnir og Germanirnir kæmu og byðu í fiskinn hérna heima og það væri svo þeirra mál að koma honum út. Eða kannski létu þeir vinna hann hérna til að spara flutningskostnað?
Má kannski fara að breyta gámafiskinum í flök í gáma? Geymslutæknin er orðin það góð að ekkert mál er að flytja flök út með gámaskipunum. Þetta myndi skapa atvinnu og minnka flutningskostnaðinn.
Slá þannig tvær flugur í sama högginu, ef fólk fengist til að vinna við þetta. Það er spurning vegna þess að ekki hefur gengið andskotalaust að fá fólk til vinnu í fiskvinnslu þó launamöguleikarnir séu ágætir.
Eru menn tilbúnir að opna á þessa umræðu?
Tek ofan fyrir VSV og Ísfélaginu fyrir að borga starfsfólki sínu jólabónus. Minni líka á að sjómenn eru líka starfsfólk.
Svo er Biggi eitthvað að svindla á inniverunni. Það er BANNAÐ.
Bloggvinir
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Valmundur, það er nú ekki nýtt hjá honum Bigga!
Ég er nú búinn að vera lengi talsmaður þess að allur fiskur fari á markað hér á landi, það myndi spara margt röflið í fólki hér í landi
Helgi Þór Gunnarsson, 13.12.2009 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.