Fréttir úr Verstöð

Moren.

Það er búinn að haugasjór hérna í nokkra daga, uppí 4,5 m á Bakkafjöruduflinu. Það er semsagt ófært í Bakkafjöru segir Leifur í Gerði.

Suðurey landaði í morgun um 70 tonnum af blönduðu, var fyrir vestan. Fiskurinn af Suðurey og Þorsteini er bæði unnin hér og á Þórshöfn en þangað er honum ekið héðan, auðvitað fyrst með Herjólfi.

Vídalín landaði í fyrradag 45 tonnum, mest þorski.Gullberg landaði í gær um 50 tonn held ég og frekar dauft var hjá Gandí þessa vikuna. Frár var með rúm 30 tonn, helmingur ufsi. Voru í Breyðamerkurdýpi að reipast. Dala-Rafn landaði 25 tonnum. Drangavík er í slipp og kemur með nýja skrúfu bráðlega (held að hin hafi verið ,,laus''). Guðmundur kemur annað kvöld úr síðasta síldartúrnum í norsku og er með fullfermi. 850 tonn af flökum og eitthvað af hrati, siglingin heim er um 1000 sjómílur, nægur tími til að þrífa hjá strákunum.

 

Annars er nú bara allt í góðu nema Nonni ráðherra sem setti 5% álag á gámafiskinn af því hann sá að fyrirhugaðar breytingar á vigtuninni gengu ekki upp. Það er svolítið skrítið að ráðherra segir að samkvæmt íslenskum lögum sé það í góðu lagi að setja þetta 5% álag. Hann sem sagt segir að íslensk lög gangi framar reglum EES og ESB og hunsar það álti LÍÚ að þetta sé brot á EES samningnum og reglum ESB, sem nota bene, báðir aðilar eru á móti.

Já, það er margt skrítið í kýrhausnum.

 Má til að láta einn frá Óla á Álsey flakka: Gömlu hjónin voru að gera sig klár í háttinn og sátu sitt hvoru megin á rúminu. Sá gamli tók út úr sér tennurnar og fór svo að fikta í eyranu á sér og dró út eitthvað sem líktist endaþarmsstíl, konan glennti upp augun og spurði hvað þetta væri eiginlega. ,,Nú veit ég hvað ég gerði við heyrnartækin'' sagði sá gamli.

Kv. Valmundur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband