Moren. Enn ein ,,gleðifréttin'' af málefnum sjómanna kom fram um helgina. Það stendur nefnilega til að fækka þyrlum LHG um eina, úr þremur í tvær. Einnig verður bara ein áhöfn tiltæk þriðjung úr ári
Það ríður ekki við einteyming hve brotsjóirnir dynja á sjómönnum. Fyrst sjómannaafslátturinn og núna björgunarmál til sjós og lands. Við skulum taka uppdiktað dæmi sem þó hefur oft komið upp.
Togari að veiðum á Reykjaneshrygg, um 150-180 sjómílur frá landi, fer fram á að þyrla með lækni sæki illa slasaðan mann hjá sér. Auðvitað er strax sett á fulla ferð til lands. Þá er hringt frá Gæslunni og skipstjóra skýrt frá að ekki sé hægt að senda þyrlu, þar sem einungis ein áhöfn sé á vakt og ekki megi senda eina þyrlu svona langa vegalengd. Skipið verður að sigla að 30 mílna vegalengd til Reykjavíkur þá komi þyrlan. við erum að tala um 120-150 mílna langa siglingu, svona 12-15 klukkutíma í góðu leiði. Og hvernig er heilsa sjúklingsins eftir þennan tíma? Er hann lífs eða liðinn? Ég veit að þetta eru harðneskjulegar spurningar, en þetta er hinn ískaldi raunveruleiki. Og ef þyrlunar væru tvær og færu á móti fyrrnefndum togara, þá væri engin þyrla til að sinna útkalli t.d. ef einhver þyrfti aðstoð á landi.
Dæmi af landi. Sjúkrabíll er kallaður út í Dverghamar, en einungis ein áhöfn er á vakt og einn bíll má ekki fara lengra en vestur að Illugagötu og sá sem kallaði eftir sjúkrabíl þarf að koma hinum sjúka austur á Illugagötu. Yfirleitt í svona tilfellum skiptir tíminn öllu máli. Ég veit að þetta er ýkt dæmi en svona getur raunveruleikinn á sjónum orðið ef skorið verður meira niður hjá LHG.
Hve lengi ætlum við að láta ganga yfir okkur á skítugum skónum og mér liggur við að segja sparka í okkur liggjandi? Eigum við ekki að grípa til varna? Og það má færa rök að því að þetta sé nauðvörn. Líf og limir liggja við. Ég legg til að flotinn sigli til Reykjavíkur og leggist fyrir föstu á Sundunum og loki þar með höfninni í nokkra daga og minni þar með ærlega á mikilvægi fiskveiða við Íslandsstrendur.
Bloggvinir
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Valmundur, ég tek heilshugar undir þetta með þér.
kær kveðja.
Helgi Þór Gunnarsson, 9.12.2009 kl. 11:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.