Þórólfur Mattíasson skrifar um sjómannaafslátt nýverið.
Þar býsnast hann yfir launum sjómanna og fer að bera þau saman við laun forsætisráðherra. Jæja allt í lagi. Prófessorinn veit líklega hvað það er að vera á sjó er það ekki, svona 250-280 daga á ári Það eru ekki allir sem þola álagið sem fylgir löngum fjarverum frá fjölskyldu og vinum. Þeir sem eftir eru og vinna vinnuna sem þarf til að skapa þau miklu verðmæti sem flotinn ber að landi eiga heiður skilinn. Og þótt þeir hafi góð laun þá verður svo að vera, þeir eiga skilið þau laun. Þegar krónan var sem lægst skráð þá voru sjómenn ekkert að væla heldur unnu sína vinnu sem endranær. Þeir vinna nefnilega eftir hlutaskiptakerfi. Það má segja að laun sjómanna fari eftir framboði og eftirspurn, draumi hvers frjálshyggjumanns.
Sjómannaafslátturinn kemur þessu máli ekki nokkuð skapaðan hlut við. Ég minni á söguskýringu í síðasta pistli. Þessi afsláttur er hluti af kjarasamningi okkar og ef ríkisvaldið ætlar að skera afsláttinn burt úr þessum samningi og spara sér rúman milljarð þá er lágmarks krafa að þessi sama ríkisstjórn skeri niður laun annara stétta um sömu prósentu og sjómenn skerðast. Líklega mun hver einasti sjómaður á Íslandi missa um 300.000 kr. á ári ef aflsátturinn verður aflagður, eins og reyndar hefur verið boðað og þá myndi hann hverfa í fjórum þrepum frá 2011.
Meðallaun sjómanna á Íslandi eru líklega um 5-600.000 kr. á mánuði þannig að þessi skerðing er umtalsverð og ég vona að umræddur prófessor sé tilbúinn í slaginn með okkur að verja sín kjör. Við sjómenn vitum af biturri reynslu að ef eitthvað er tekið af okkur þá kemur það ekki aftur baráttulaust, þó öllu fögru hafi verið lofað um efndir og hygg ég að svo sé um fleiri vinnandi stéttir þessa lands.
Bloggvinir
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þórólfur er alla daga uppi á kontornum sínum á melunum með reiknilíkönin frægu. Inn í þau vantar allt sem heitir sjálfsbjargarviðleitni og mannlegt eðli.
Tökum dæmi með þennan sjómannaafslátt og skattprósentu. Nú fá þeir sem hafa tekið að sér það óvinsæla en mikilvæga verk að beita bjóð ekki sjómannaafslátt í framtíðinni. Skattar af þeirra launum hafa líka hækkað. Þessi vinna er skorpuvinna. Með þessum nýju tillögum, þá eru litlar líkur á að menn sem gefa sig í þessa vinnu fáist til að beita meira en 5-6 bjóð á dag. Hitt verður að greiðast án skatta (svart). Góður beitingamaður getur leikandi beitt 10-12 bjóð á dag. Þarna fær ríkið skatttekjur af fyrstu 5 bjóðunum, en restin verður borguð út svart.
Tekjutap ríkisins af þessu nýja fyrirkomulagi er augljóst. Síðan bætist við kostnaður ríkisins við að reyna að hafa hemil og eftirlit með að stöðva þetta fyrirkomulag.
Þórólfur Matthíasson gleymir að setja inn í jöfnurnar sínar þessar breytur. Þetta er oft vandamálið hjá þeim sem fást við reiknimódel alla daga. Þeir eru með einhver módel, en gera ekki ráð fyrir frávikum eins og svartri atvinnustarfsemi, og minni framleiðslu.
En enn og aftur Sósíalistastjórn Íslands, til hamingju með enn eina aðförina að alþýðu Íslendinga.
Þessi ríkisstjórn er ekki ríkisstjórn alþýðunnar. ASÍ er heldur ekki samtök alþýðufólks, enda heyrist ekki bofs frá þessum samtökum þegar svona gróflega er gengið að þeirra fólki. Það er dapurlegt.
joi (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 09:43
Jamm Jói
Exelforritið lætur ekki að sér hæða. Því höfum við kynnst víða t.d. hjá Hafró og fleiri stofnunum. Bölvaðir fiskarnir hafa sporð.
En ég er tilbúinn að afnema afsláttinn ef allir lækka laun sín til samræmis því sem laun sjómanna lækka.
Íslensk þjóð ég mana þig til að krefjast þess að ríkisstjórnin lækki laun okkar um 250-300 þús. kr. á ári. Allir að standa saman.
Valmundur Valmundsson, 27.11.2009 kl. 10:25
Það eru allir að lækka launin sín Valmundur. Skattprósentan hefur verið hækkuð tvisvar sinnum á síðustu sex mánuðum. Það hefur gleymst í þessari umræðu.
Skrýtið að ekkert heyrist frá verkalýðsforystunni varðandi þetta mál. Hvar er Gylfi Arnbjörnsson núna? Þessi yfir-klappstýra ríkisstjórnarinnar, sem þykist berjast fyrir kjörum alþýðufólks ætti að standa á torgum og mótmæla þessum skertu kjörum hástöfum. Eina sem hann hugsar um er að vernda samningaferlið við ESB. Þó það kosti fólkið í landinu skert lífskjör upp á milljónir á milljónir ofan.
Fólk áttar sig ekki á að þetta er bara toppurinn á ískjakanum. Núna er verið að hækka skatta, þeir virðast leggjast jafnt á þá sem lág laun hafa, jafnt sem auðmenn. Hitt er eftir, sem er niðurskurðurinn. Mennta og heilbrigðiskerfið.
Af hverju er jeppinn ekki tekin af Palla Magg og co. niðri á RUV? Af hverju er ekki byrjað á að skera niður hjá RUV um 30%? Þá hefðu þeir náð þessari sömu tölu og því sem þeir telja sig ná með niðurfellingu sjómannaafsláttarins.
joi (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 12:30
Já Jói minn og sjómenn eru líka að borga hærri skatta eins og allur pupullinn.
En vilja allir aðrir taka á sig meiri skerðingu líkt og sjómenn gera með afnámi sjómannasfsláttar.
Valmundur Valmundsson, 27.11.2009 kl. 21:06
Sæll Valmundur, nei landslýður vill auðvita ekki skerða sín kjör, en finnst allt í lagi að skerða kjör okkar sjómanna, fólk veit kannski ekki hvað það er búið að skerða kjör okkar í gegnum tíðina.
Kær kveðja.
Helgi Þór Gunnarsson, 27.11.2009 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.