Moren.
Gleðilegt og farsælt nýtt ár til sjávar og sveita.
Fyrsta löndun ársins var í morgun. Þórunn kom með 25 tonn af karfa síðan í fyrradag. Raunar hafði Gullberg landað á anna í nýári en það var aflinn milli hátíða, rúm 40 tonn mest þorskur. Loðnuflotinn er lagstur í víking að leita að gráu kvikindunum.
Hér er ályktun fundar sjómanna í Vestmannaeyjum frá 28 des sl.
Nú hafa kjarasamningar verið lausir í tæp tvö ár. Allan þann tíma hafa útvegsmenn neitað að ræða við sjómenn nema með því fororði að laun sjómanna lækki. Fundurinn telur ótækt að LÍÚ beiti þessari aðferð til að knýja á um kröfur sínar. Auðlindagjöld í sjávarútvegi greiða sjómenn ekki.
Ef laun sjómanna lækka um 15% eins og útvegsmenn vilja, mun auðlindagjaldið til ríkisins einungis hækka. Ef það er vilji útgerðarmanna væri gott að vita hvort svo er.
Fundurinn krefst þess að Alþingi sjái til þess að viðskipti með fisk milli útgerðar og fiskvinnslu verði gagnsæ og séu í takt við heilbrigða samkeppni og góða viðskiptahætti.
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sömu leiðis gleðilegt nýtt ár Valmundur og takk fyrir samskiptin á liðnu ári
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 8.1.2013 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.