Moren.
Jæja nú gustar um landið ísa. Hér í Verstöðinni er norðan rok og hviður uppundir 50 m/s. Allir í landi eða velflestir. Flestir með þokkalegan afla og flestir voru fyrir austan land.
LÍÚ krefur sjómenn um 15% launalækkun. Mikið ósköp eiga mennirnir bágt. Ef við samþykkjum ekki þá setja þeir á okkur verkbann!! Maður lifandi. Mér finnst LÍÚ gleyma einu: Sjómenn geta líka boðað vinnustöðvun ef það á að fara þessa leiðina. Mín tillaga er að farið verði strax í undirbúning vinnustöðvunar. En hér er ályktun Jötuns um þessi mál:
Vestmannaeyjum 2. nóvember 2012Ályktun stjórnar og trúnaðarráðs Sjómannafélagsins Jötuns vegna yfirlýsinga LÍÚ um að sjómenn eigi að taka á sig 15% launaskerðingu.
Stjórn og trúnaðarráð Sjómannafélagsins Jötuns mótmælir harðlega þeim málflutningi LÍÚ að sjómenn skuli taka á sig 15% launaskerðingu. Í fyrsta lagi þykir sjómönnum það koma úr hörðustu átt að útgerðarmenn krefjist launalækkunar hjá sjómönnum. Sjómenn hafa staðið eins og klettar við hlið útgerðarmanna og mótmælt harðlega auðlindagjaldslögunum sem og óútkomnu frumvarpi um stjórn fiskveiða. Rítingurinn er kominn á bólakaf í bak sjómanna. Þetta eru launin fyrir samstöðuna.Í annan stað þykir sjómönnum nóg komið. Í dag greiða sjómenn rúmlega helming af olíukostnaði útgerðarinnar. Í dag lækkar skiptaprósentan um 10% í sjö ár ef útgerðarmaður kaupir nýtt skip. Hvað verður það næst? Lækkun skiptaprósentu vegna kaupa útgerðar á hlutabréfum?Í þriðja lagi er það auðvitað fullkomin firra að sjómenn taki á sig 25 miljarða kostnað útgerðarinnar árlega vegna aðgerða stjórnvalda. Ef svo væri eiga útgerðarmenn að greiða sjómannaafsláttinn úr eigin vasa. Við því hafa útgerðarmenn sagt þvert nei og koma svo alveg af fjöllum þegar sjómenn neita frekari kostnaðarþáttöku.Í fjórða lagi ættu útgerðarmenn frekar að hækka laun sjómanna og fiskverkaverkafólks. Launa- rekstar- og fjármagnskostnaður er nefnilega frádáttarbær frá reiknuðu aulindagjaldi í sjávarútvegi.Að síðustu vill stjórn og trúnaðarráð Sjómannafélagsins Jötuns brýna sjómenn um allt land til samstöðu gegn kröfum LÍÚ. Við þeim verður að bregðast að fullri hörku. Einnig minnir stjórn og trúnaðarráð Sjómannafélagsins Jötuns á að það tekur aðeins nokkrar vikur að boða vinnustöðvun á flotanum ef í hart fer. F.h. stjórnar og trúnaðarráðs Sjómannafélagsins Jötuns. ______________________Valmundur Valmundssonformaður Jötuns
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
fyrirgefið það vantar greinaskil í ályktunina. ekki hægt að setja þau ef maður afritar á kerfið.
Valmundur Valmundsson, 2.11.2012 kl. 14:39
Maður er hættur að skilja þennan gjörníng hjá LÍÚ,,met haggnaður hjá Samherja,8,8 milljarðar svo vilja útgerðarmenn lækka laun sjómann,,anskotans kjaftæði,,komið mál til að sjómenn snúi vörn í sókkn.
Jóhannes Steingrímsson (IP-tala skráð) 2.11.2012 kl. 15:00
Þetta er góð áliktun Valmundur og nauðsynlegt að fylgja henni eftir. Fróðlegt verður að fylgjast með því hvort stóru sjómannafélögin á Reykjavíkursvæðinu taka undir hana.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 2.11.2012 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.