Moren.
Jæja nú lýkur bloggleti formlega. Margir að landa í gær. Það er ekkert gámaskip í dag og allir lönduðu því í gær. Frár með 50 tonn eftir stuttan túr. Bergey með 45 tonn, Vestmannaey með 55 tonn, Bergur 70 tonn, þórunn 115 tonn, Maggý með 7 tonn eftir daginn á voðinni. Drangavík með 50 kör humar og 90 kör fisk. Krissan kom biluð og Kobbi Möller gleymdi að landa úr henni!! Vídalín með 120 tonn á miðvikudag.Svo komu fjögur flutningaskip í gær þannig að höfnin var þétt setin. Lýsisskip, Brúarfoss og tvo frystiskip að taka afurðir.
Góðar fréttir úr Barentshafinu, eða fyrir norðmenn og rússa. Kvótinn í þorski fyrir næsta ár verðu ein milljón tonna. Stofninn er víst 3,7 milljónir tonna!! Þessar fréttir hafa örugglega sín áhrif til afurðaverðslækkunar hjá þeim sem og okkur. En eitt vekur furðu mína, loðnukvótinn í Barentshafi verður aðeins 200 þúsund tonn í vetur þrátt fyrir að stofninn mælist um 3,7 milljónir tonna. Nojararnir og rússarnir vilja greinilega fóðra þorskinn á loðnunni. Ekki er því nú svoleiðis farið hjá okkur. Ætli við séum að gera vitleisu með því? Spyr sá sem ekki veit. Svo seljum við nojurunum fiskimjöl sem þeir fóðra eldisfiskinn á sem er í beinni semkeppni við okkar fisk!
En ég er á því að meiri þorskur sé á Íslandsmiðum en Hafró vill meina. Svo er ástandið á grunnslóðinni fyrir norðan og austan í ýsunni sérstakt rannsóknarefni fyrir Hafró. Nú flýja krókabátarnir ýsuna á þessum slóðum. Þau sjö tonn sem Maggý var með í gær var ýsa sem fékkst við Helliseyjarhraunið.
En Hafró ber hausnum við steininn og telur ýsustofninn hruninn. Fyrir utan að henda fiski í sjóinn á rannsóknarskipunum og landa ónýtum fiski sökum sleifarlags í frágangi!
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.