Kvótasala og fiskiríið.

Moren.

Nú hefur verið staðfest að Portland Ve er til sölu með aflaheimildum sem eru um 250 þorskígildi. Vonandi hreppa heimamenn hnossið og ég held reyndar að svo verði. Einnig gengur fjöllunum hærra að önnur útgerð sé til sölu með 1000 tonna kvóta. Það eru nú ekki margir eftir svo nú er bara að giska!!

Nú skellur landsbyggðarskatturinn á oss að fullum þunga. Hvað skyldi hann nú fara í? Nýtt fangelsi takk fyrir. Legg til að klefarnir í hinu nýja tugthúsi verði nefndir í höfuðið á hinum ýmsu bleyðum kringum landið. T.d. Skagagrunnið, Vodkakassinn, Utanfótar, Hallið, Ingibjargarskora, Landsuður, Víkin, Brókarbrúnin, Állinn o.sv.frv.

Gleymdi Vídalín í síðustu færslu, hann var með 110 tonn á mánudag, ufsa og karfa. Þórunn er að landa 100 tonnum og Dala-Rafn með 60 tonn. Frár landaði í gær 45 tonnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband