Ályktun stjórnar Sjómannafélagsins Jötuns, vegna sölu Bergs-Hugins til Síldarvinnslunnar.
Með sölu Bergs-Hugins til Síldarvinnslunnar í Neskaupstað lýkur 40 ára útgerðarsögu Bergs-Hugins. Margt hefur gengið á á þessu tímabili í útgerðarsögu Íslendinga. Skin og skúrir hafa skipst á þennan tíma og oft hafa útgerðirnar staðið tæpt. En þá börðu menn í brestina og héldu áfram. Sýndu samfélagslega ábyrgð og sýndu af sér mikið siðferðisþrek. Saga útgerðar og vinnslu í Vestmannaeyjum sýnir að þeir sem höfðu þrek, þor og dug stóðu uppi sem sigurvegarar. Þó illa gengi eitt árið eða kannski fleiri þá fylltust menn eldmóði til að gera betur næsta ár og bæta fyrir tapið.
Að hafa mannaforráð er ábyrgðarstaða og þegar menn eru á þeim stað verður að sína samfélags- og siðferðislega ábyrgð og standa með sínu fólki og reyna með öllum ráðum að tryggja afkomu þess til framtíðar.
Stjórn Jötuns sjómannafélags harmar þá niðurstöðu meirihlutaeiganda Bergs-Hugins að selja fyrirtækið úr bænum. Með þessum gerningi er atvinnu um 40 sjómanna í Vestmannaeyjum stefnt í mikla óvissu.
Stjórn Jötuns telur að aðaleigandi Bergs-Hugins hefði átt að bjóða heimamönnum fyrirtækið áður en annara leiða var leitað. Einnig lýsir stjórn Jötuns fullum stuðningi við bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum vegna forkaupsréttarákvæðis laga um stjórn fiskveiða.
Vestmannaeyjum 4 september 2012.
F.h. stjórnar Jötuns sjómannafélags
____________________________
Valmundur Valmundsson
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Valmundur! Mig langar til að heyra skoðun þína á eftirfarandi :"Haraldur Bjarnason Held að eyjaskeggjar byggi þessa forkaupsréttarkröfu á röngum grunni. Forgangurinn nær bara til þess þegar skip er keypt með aflaheimildum og flutt úr sveitarfélaginu. Í þessu tilfelli kaupir SVN/Samherji útgerðarfélagið í heild. Lætur það áfram hafa lögheimili í Vestmannaeyjum og því nær forkaupsrétturinn ekki yfir þennan gjörning. Þetta hefur verið gert í áratugi, bæði með litlar útgerðir og stórar til að komas fram hjá þessu."
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 5.9.2012 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.