Hvar er Valli?

Moren.

Til að svara spurningu í fyrirsögn þá er Valli í Alþýðuhúsinu.

Þórunn kom inn í morgun með 320 kör sem eru rúm 100 tonn. VSV skipin Kap, Sighvatur og Ísleifur eru hætt makrílveiðum og fara til síldveiða eftir þjóðhátíð. Bergey var í gær með 20 tonn, var að létta á sér og fór vestur. Brynjólfur er með bilaðan spilrafal en Drangavík og Krissan fiska humarinn á meðan og Glófaxi. Maggý er komin í Skipalyftuna til viðgerðar eftir brunann um daginn. Heimaey er undir í FES með 300 tonn+. Vaktir í Ísfélaginu en klárast hjá VSV á morgun.

Veðurblíðan er með ólíkindum þetta sumarið hjá okkur í Verstöðinni. Herjólfur er pakkaður í öllum ferðum og túrhestarnir setja svip á bæjarbraginn. Skemmtiferðaskipin koma hér í hrönnum, aðeins eitt hefur hætt við vegna veðurs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband