Verstöðin 4 júlí 2012

Moren.

Lífið gengur sinn vanagang í Verstöðinni. Alltaf sól og blíða, maður lifandi. Þokkaleg veiði í makrílnum. Heimaey er biluð, eitthvað tölvuvandamál við aðalvélina og þá er ekkert hægt að gera. Nú eru engir barkar fyrir olíuna og skurðinn, bara tölvur sem stjórna öllu. En sérfræðingar eru að skoða dæmið og vonandi komast peyjarnir á sjó fljótlega.

Júpiter byrjar á makríl í kvöld. Bergur, Bylgja og Bergey eru búnir með sinn makrílskammt og fara á fiskitrollið aftur. Nema Bylgja sem fer í langlegustæðið sitt aftur á Nausthamrinum. Bergur á eftir tvo túra. Frár fer í síðasta túr á sunnudag. Þeir voru með 60 tonn í gær. Búið að leggja Vídalín fram í ágúst. Sem og Dala-Rafni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Valmundur, er það ekki dapurt að sé verið að leggja skipum? eða hvað finnst þér? Mér finnst það með ólíkindum, með svona fyrirtæki eins og VSV!

er ekki búið að vera nóg að gera hjá höfninni?

Kær kveðja.

Helgi Þór Gunnarsson, 11.7.2012 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband