Moren.
Slæmar fréttir bárust í morgun ú Vinnslustöðinni. 40 manns var sagt upp störfum, þar af 30 sjómönnum. Allri áhöfn Gandí VE. Ástæðan er minni kvóti og auðlindagjald á sjávarútveginn.
Við sem höfum mótmælt auðlinda- og kvótafrumvörpunum, höfum verið að kalla eftir úttekt á fyrirtækjunum og sjávarbyggðunum. Hvernig þessi frumvörp færu með fyrirtækin og sjávarbyggðirnar í raun. Nú er að koma í ljós hvernig þessar aðgerðir bíta í þá sem síst skildi.
Framlegðin af Gandí er viðunandi á þessu fiskveiðiári. Á því næsta er framlegðin komin í mínustölu vegna aðgerða stjórnvalda, fyrst og fremst.
Á næsta kvótaári hverfa úr hagkerfi Vestmannaeyja um 4.5 milljarðar í auðlindagjald. Það er nokkuð víst hvar menn byrja að spara fyrst. Það er í nærumhverfinu og ég er hræddur um að erfitt verði fyrir t.d. íþróttafélögin að halda sínum hlut í styrkjum frá útvegsfyrirtækjunum. Þetta ástand bitnar á okkur öllum og ekki buðum við upp í þennan dans með stjórnvöldum. Við höfum einmitt varað við því að svona gæti farið.
Svei ykkur sem gerið okkur þennan óleik.
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan daginn Valli.
Hvernig færðu út að upphæðin sé 4,5 milljarðar á næsta ári ?
..
Níels A. Ársælsson., 7.7.2012 kl. 08:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.