Verstöðin 27 júní.

Moren.

Jæja nú er allt að gerast hjá okkur. Makríllinn flæðir í gegn hjá VSV, Ísfélaginu og Goodhaab.

Vestmannaey var að klára sinn kvóta í þremur túrum og Bergey tekur við. Dala-Rafn er búinn með sitt og fer ekki á sjó fyrr en í september. Bergur er líka á makríl og landar í Þorlákshöfn. Þessir eiga um 110 tonna kvóta hver.

Vaktir í Ísfélaginu og í Vinnsló. Heimaey, Álsey og Júpiter sjá Ísfélaginu fyrir hráefni og Kap, Sighvatur og Ísleifur sjá Vinnsló fyrir hráefni. Eru að koma með 200-300 tonn eftir sólarhringinn. Vídalín er að græja sig á makríl.

Frár landar fullfermi á morgun og á tvo túra eftir á kvótaárinu. Bergey er að landa ísfisk er með fullt skip.

Humarpungarnir eru að gera það sæmilegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband