Jamm og jæja.
LÍÚ hefur boðað til fundar um sjávarútvegsmál á Austurvelli á fimmtudag 7 júní n.k. Ætlunin er að sigla flotanum til Reykjavíkur og fjölmenna á fundinn.
Stjórn Jötuns hefur ákveðið að skrifa ekki uppá auglýsingu LÍÚ um fundinn. Stjórnin ítrekar hinsvegar umsagnir sínar um fiskveiðifrumvarpið og auðlindafrumvarpið, en þeim hefur Jötunn hafnað. Stjórnin hvetur félagsmenn sína til að fjölmenna á fundinn á eigin forsendum.
Hér er hluti umsagnar SSÍ um auðlindafrumvarpið:
Sjómannasamband Íslands hefur fram til þessa verið mótfallið veiðigjaldi í formi auðlindagjalds. Eðlilegt er að útgerðin greiði hóflegt veiðigjald til að standa straum að kostnaði við stofnanir ríkisins á sviði fiskveiðistjórnar og sjávarútvegs, en að öðru leyti eru engin rök fyrir sérstöku veiðagjaldi á útgerðina að mati Sjómannasambands Íslands.
Ástæða þess að Sjómannasamband Íslands er mótfallið auðlindagjaldi er sú einfalda staðreynd að á endanum verða það sjómenn en ekki útgerðirnar sem greiða stóran hluta gjaldsins. Má í því sambandi minna á tengsl útgerðar og fiskvinnslu og hvernig þau tengsl hafa haft óæskileg áhrif á verðmyndun aflans. Vegna launakerfis sjómanna, þ.e. hlutaskiptakerfisins, ræður verðmæti aflans mestu um launakjör sjómanna. Útgerðarmenn munu leita allra leiða til að velta byrðinni af sérstaka veiðigjaldinu yfir á sjómenn með tilheyrandi tekjuskerðingu.
Þessa umsögn hefur stjórn Jötuns skrifað uppá sem sína.
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Valli.
Þetta er flott, he he he.
Kemur þú á Austurvöllinn ?
Ég verð á vellinum með mikið lið og harðsnúið ....
Níels A. Ársælsson., 5.6.2012 kl. 21:44
Sæll Nilli
Auðvitað mæti ég og mitt lið.
Valmundur Valmundsson, 6.6.2012 kl. 07:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.