Moren.
Sjómannadagurinn nálgast óðum. Einungis rúm vika í hann. Hér í Eyjum verður mikið um að vera eins og venjulega.
Föstudaginn 1 júní er sjóaragolfmót, knattspyrna og minningarleikur um Steina Jó heitinn. Þar etja kappi gamlir félagar Steina úr ÍBV og Fylki. Svo verður rokk í Höllinni um kvöldið. Tyrkja Gudda með alla bestu rokkara landsins innanborðs. Og auðvitað Addi Johnsen í Akóges.
Á laugardeginum byrjum við á Básaskersbryggju kl 13:00 með sjómannafjör. Kappróður og leiki. Erum í samvinnu við bæinn sem er að gera veglegt torg austan við Kaffi Kró. Sem er að verða tilbúið. Endum þar á útitónleikum Foreign Monkeys.
Í Höllinni um kvöldið verður frábær dagskrá. Matur að hætti Einsa Kalda. Skemmtiatriði sem enginn vill missa af og ball með Brimnes á eftir. Veislustjóri verður landabruggarinn Gísli Einarsson.
Sjómannadagurinn sjálfur verður með hefðbundnu sniði. Messa, Stakkó þar sem aldnir sæúlfar verða heiðraðir og margt fleira. Dagskráin mun liggja frammi í matvörubúðunum næsta þriðjudag.
Sjómannadagurinn í Vestmannaeyjum 2012 er helgaður minningu Sigmunds Jóhannssonar, þess mæta manns sem sjómenn eiga svo margt að þakka.
Blessuð sé minning Sigmunds.
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll Valmundur og takk fyri þennann pistil um Sjómannadaginn, mér lýst vel á að hafa hátíðarhöldin á Básaskersbryggju þar sem þau voru í mörg ár. Það er líka frábært hjá ykkur að helga daginn Sigmund Jóhannssyni, fáir hafa gert eins mikið fyrir sjómenn og Sigmund.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 30.5.2012 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.