Verstöðin 14 maí 2012.

Moren.

Nú er norðan rok í Verstöðinni. Suðurey kom inn í morgun með fullfermi, 80 tonn. Gullberg kom á laugardag eftir 3 daga á sjó með fullt skip, 85 tonn.

Á morgun kemur nýjasta skipið í flotanum í fyrsta sinn til heimahafnar. Það er hin nýja Heimaey sem smíðuð var í Síle. Það verður hátíðisdagur á morgun í bland við áhyggjur okkar af æfingum stjórnvalda með kvótakerfið.

Í silfri Egils í gær var Finnbogi Vikar í viðtali. Hann undraðist mjög af hverju sjómannasamtökin hefðu ekki verið með kröfur um allan fisk á markað. Hvar hefur téður Finnbogi haldið sig undanfarin ár? Fylgist hann ekki með? Ef hann hefði nú lagt það á sig að kynna sér málin þá hefði hann komist að því að aðalkrafa okkar gegnum tíðina hefur einmitt verið þessi:

Allan fisk á markað! Á vef Sjómannasambandsins, www.ssi.is getur Finnbogi lesið ályktanir þinga okkar nokkur ár aftur í tímann. Svo er hér hluti umsagnar SSÍ um auðlindafrumvarpið til  Atvinnuveganefndar.

,,Ástæða þess að Sjómannasamband Íslands er mótfallið auðlindagjaldi er sú einfalda staðreynd að á endanum verða það sjómenn en ekki útgerðirnar sem greiða stóran hluta gjaldsins. Má í því sambandi minna á tengsl útgerðar og fiskvinnslu og hvernig þau tengsl hafa haft óæskileg áhrif á verðmyndun  aflans. Vegna launakerfis sjómanna, þ.e. hlutaskiptakerfisins, ræður verðmæti aflans mestu um launakjör sjómanna. Útgerðarmenn munu leita allra leiða til að velta byrðinni af sérstaka veiðigjaldinu yfir á sjómenn með tilheyrandi tekjuskerðingu."

Er hægt að hafa þetta eitthvað skýrara? Lágmark að menn vití hvað þeir eru að tala um á opinberum vettvangi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband