Moren.
Jæja ennþá sama mokið á flotanum. Drangavík var í gær með 65 tonn, mest þorsk og ýsu og ekkert í þvottakarinu!! Vídalín einnig með 100 tonn karfa og ufsa. Vestmannaey með 65 tonn, ýsu og karfa. Karfinn fékkst á Fjöllunum og þar var gamli karfadráparinn Biggi í essinu sínu. Brynjólfur kom úr fyrsta humartúrnum og gekk vel. 105 kör af heilum krabba og 25 tonn af fiski. Svo er nýja græjan hjá Ribsafari farinn að sigla kringum Eyjarnar á 50 mílna ferð, ekki ónýtt það.
Smá upplýsingar fyrir Sjómannadaginn. Ætlunin er að færa sjómannafjörið á laugardeginum úr Friðarhöfninni niður á Básabryggju.
Á föstudeginum verður risa golfmót fyrir sjómenn og knattspyrna.
Einnig verður minningarleikur um Steingrím Jó á Hásteinsvellinum. Þar etja kappi gamlir félagar Steina úr ÍBV og Fylki. M.a. Venni, Rútur, Frikki Sæba, Heimir Hallgríms, Hlynur Stefáns, Hjalti Jó, Jón Bragi, Kristinn Tómasson, Þórhallur Dan, Finnur Kolbeinsson, Gunnar Þór Pétursson svo einhverjir séu nefndir.
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll og takk fyrir fréttirnar, var farinn að halda að þú værir hættur að blogga.
PS. Ætla að benda þér á að bryggjan heitir Básaskersbryggja
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 4.5.2012 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.