Moren.
Jæja nú líður að sumri hjá okkur. Held að það verði gott til sjávar og sveita. Lítið að gerast á bryggjunum. Vestmannaey er á landleið með fullfermi síðan á föstudag. Drangavík var í gær held ég með fullfermi sem og Nonni Vídó. Guðmundur og Huginn eru á kolmunna í færeysku og fiska vel. Huginn er að klára sinn kvóta og fer í slipp á Akreyri. Guðmundur landar líklega á miðvikudag í Færeyjum og á þá einn túr eftir.
Minni félagsmenn á útilegukortið sem er á 8000 kall á skrifstofunni. Íbúðirnar okkar í Reykjavík eru í mjög góðri nýtingu, yfirleitt pantað mánuð fram í tímann. Hægt að sjá á www.sjomannafelag.is hvaða dagar eru lausir og hverjir ekki.
Orlofsstyrkur er greiddur einu sinni á ári til félagsmanna, kr 15.000, mæta með greiddan reikning fyrir allskonar einhverju sem tengist orlofi, s.s. hótelgisting, sumarbústaður, sólarlandaferð, leigja tjaldvagn eða fellihýsi, o.s.frv.
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Valmundur, og velkomin heim frá Tenerífe, er Nonni Vidó Jón Einar á Jóni Vídalín?
Kær kveðja frá netakallinum.
Helgi Þór Gunnarsson, 30.4.2012 kl. 20:43
Sæll nótahefari.
Nonni Vídó er auðvitað Jón Vídalín, sjálfur biskupinn.
Valmundur Valmundsson, 1.5.2012 kl. 08:59
Helgi Þór Gunnarsson, 2.5.2012 kl. 12:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.