30. apríl 2012

Moren.

Jæja nú líður að sumri hjá okkur. Held að það verði gott til sjávar og sveita. Lítið að gerast á bryggjunum. Vestmannaey er á landleið með fullfermi síðan á föstudag. Drangavík var í gær held ég með fullfermi sem og Nonni Vídó. Guðmundur og Huginn eru á kolmunna í færeysku og fiska vel. Huginn er að klára sinn kvóta og fer í slipp á Akreyri. Guðmundur landar líklega á miðvikudag í Færeyjum og á þá einn túr eftir.

Minni félagsmenn á útilegukortið sem er á 8000 kall á skrifstofunni. Íbúðirnar okkar í Reykjavík eru í mjög góðri nýtingu, yfirleitt pantað mánuð fram í tímann. Hægt að sjá á www.sjomannafelag.is hvaða dagar eru lausir og hverjir ekki.

Orlofsstyrkur er greiddur einu sinni á ári til félagsmanna, kr 15.000, mæta með greiddan reikning fyrir allskonar einhverju sem tengist orlofi, s.s. hótelgisting, sumarbústaður, sólarlandaferð, leigja tjaldvagn eða fellihýsi, o.s.frv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Valmundur, og velkomin heim frá Tenerífe, er Nonni Vidó Jón Einar á Jóni Vídalín?

Kær kveðja frá netakallinum.

Helgi Þór Gunnarsson, 30.4.2012 kl. 20:43

2 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Sæll nótahefari.

Nonni Vídó er auðvitað Jón Vídalín, sjálfur biskupinn.

Valmundur Valmundsson, 1.5.2012 kl. 08:59

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Helgi Þór Gunnarsson, 2.5.2012 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband