moren
Frumvörp ríkisstjórnarinnar um stjórn fiskveiða- og veiðigjöld komu fram í gær.
Mér sýnist að frumvarpið um stjórn fiskveiða sé nokkuð í anda þess sem boðað hefur verið að undanförnu. Tveir pottar niðurnegldir til framtíðar. En eitt stingur í augu fremur en annað. Það er ef mikil aflaaukning verður. T.d. ef þorskaflinn fer yfir 202.000 tonn þá fær litla kerfið til sín 60% af aukningunni. Alveg forkastanlegt að mínu mati. Útgerðir og sjómenn víðsvegar um landið hafa þreytt þorrann í von um betri tíð með blóm í haga. En nei, nei, gæluverkefni stjórnmálamannanna hafa forgang.
Auðlindagjaldið er sér kapituli útaf fyrir sig. 20-30 milljarðar eiga að hverfa út úr greininni árlega. Maður lifandi! Hvert eru menn að stefna þeirri atvinnugrein sem við stólum mest á? Steingrímur J sagði í gær að útgerðin hefði verið að greiða niður skuldir undanfarin ár. Ok það er frá en hvað með endurnýjun skipaflotans? Sú endurnýjun er eftir og ekki verður mikið úr henni ef skattleggja á eina atvinnugrein til andskotans. Segjum að 2 til 2,5 milljarðar hverfi héðan árlega í hítina í Reykjavík, ( varlega reiknað. ) Hverfi út úr okkar hagkerfi. Þetta er ekkert annað en ávísun á vandræði hjá stórum sem stórum útgerðum. Allt situr á hakanum. Endurnýjun tækja, fyrirtækin hafa minna svigrúm ef nokkurt til samfélagslegrar uppbyggingar, framþróun í veiðarfæragerð, framþróun tæknibúnaðar, uppbygging mannvirkja og svo mætti lengi telja. Það má færa rök fyrir að ríkið tapi á þessu þegar upp er staðið vegna minni virðisauka á öllum vígstöðvum.
Ég er reyndar ánægður með að takmarkanir á frjálsa framsalinu. Það bætir stöðu okkar byggðalega séð. Ríkið ætlar að leigja um 20.000 tonn árlega. Hver á að borga? Sjómennirnir eða? Við erum komnir nokkuð langt með að stoppa þáttöku sjómanna í kvóta- og leigubraski, en nú byrjar sá slagur að nýju. Ekkert garartí er í frumvarpinu um að svo verði ekki.
En ég held því nú reyndar fram að þessi aðferð ríkisstjórnarinnar sé svipuð og þegar niðurskurður heilbrigðiskerfisins stóð fyrir dyrum. Henda fram stórri sprengju og svo dregið í land svo allir verði sáttari en í byrjun. Tilgangurinn helgar meðalið.
Ekki meira að sinni. Sjómannasamtökin eru að rýna í frumvarpið og okkur gefst tækifæri á að koma með athugasemdir þegar frumvarpið fer til sjávarútvegsnefndar þingsins eftir fyrstu umræðu á hinu háa Alþingi.
rp ríkisstjórnarinnar um stjórn fiskveiða- og veiðigjöld komu fram í gær.
Mér sýnist að frumvarpið um stjórn fiskveiða sé nokkuð í anda þess sem boðað hefur verið að undanförnu. Tveir pottar niðurnegldir til framtíðar. En eitt stingur í augu fremur en annað. Það er ef mikil aflaaukning verður. T.d. ef þorskaflinn fer yfir 202.000 tonn þá fær litla kerfið til sín 60% af aukningunni. Alveg forkastanlegt að mínu mati. Útgerðir og sjómenn víðsvegar um landið hafa þreytt þorrann í von um betri tíð með blóm í haga. En nei, nei, gæluverkefni stjórnmálamannanna hafa forgang.
Auðlindagjaldið er sér kapituli útaf fyrir sig. 20-30 milljarðar eiga að hverfa út úr greininni árlega. Maður lifandi! Hvert eru menn að stefna þeirri atvinnugrein sem við stólum mest á? Steingrímur J sagði í gær að útgerðin hefði verið að greiða niður skuldir undanfarin ár. Ok það er frá en hvað með endurnýjun skipaflotans? Sú endurnýjun er eftir og ekki verður mikið úr henni ef skattleggja á eina atvinnugrein til andskotans. Segjum að 2 til 2,5 milljarðar hverfi héðan árlega í hítina í Reykjavík, ( varlega reiknað. ) Hverfi út úr okkar hagkerfi. Þetta er ekkert annað en ávísun á vandræði hjá stórum sem stórum útgerðum. Allt situr á hakanum. Endurnýjun tækja, fyrirtækin hafa minna svigrúm ef nokkurt til samfélagslegrar uppbyggingar, framþróun í veiðarfæragerð, framþróun tæknibúnaðar, uppbygging mannvirkja og svo mætti lengi telja. Það má færa rök fyrir að ríkið tapi á þessu þegar upp er staðið vegna minni virðisauka á öllum vígstöðvum.
Ég er reyndar ánægður með að takmarkanir á frjálsa framsalinu. Það bætir stöðu okkar byggðalega séð. Ríkið ætlar að leigja um 20.000 tonn árlega. Hver á að borga? Sjómennirnir eða? Við erum komnir nokkuð langt með að stoppa þáttöku sjómanna í kvóta- og leigubraski, en nú byrjar sá slagur að nýju. Ekkert garartí er í frumvarpinu um að svo verði ekki.
En ég held því nú reyndar fram að þessi aðferð ríkisstjórnarinnar sé svipuð og þegar niðurskurður heilbrigðiskerfisins stóð fyrir dyrum. Henda fram stórri sprengju og svo dregið í land svo allir verði sáttari en í byrjun. Tilgangurinn helgar meðalið.
Ekki meira að sinni. Sjómannasamtökin eru að rýna í frumvarpið og okkur gefst tækifæri á að koma með athugasemdir þegar frumvarpið fer til sjávarútvegsnefndar þingsins eftir fyrstu umræðu á hinu háa Alþingi.
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Úff, hvað þú hlýtur að vera feginn að sjá að "skattpíningin" leggst ekki einungis á heimilin.
Það hlýtur að létta af þér þungu fargi að sjá að þeir sem hafa haft það best (lesist :"stolið af okkur lítilmagnanum") og safnað upp auð í skjóli glæpsamlegra "laga" sem sett voru á af enn verri mönnum - skuli loks þurfa að borga eitthvað til baka að tug-milljarða hagnaði (sjá afkomu sjávarútvegs t.d. síðasta ár, 2011).
Nema að þú eigir einhverra hagsmuna að gæta sjálfur...(?)
Getur það verið ? - Ef svo er...ertu á móti því að almenningur í landinu, sem Á AUÐLINDINA hafi hag af til auðsældar fyrir þjóðina ?
Hverslags maður skrifar svona ?
Már Elíson (IP-tala skráð) 27.3.2012 kl. 15:37
Sæll Már.
Sé að það kemur við kaunin á þér að ég hafi skoðanir á þessu frumvarpi. Því hefur verið lýst yfir að sjómenn þessa lands komi til með að borga hluta þessara auðlindagjalda og jú ég hef hagsmuna að gæta. Það eru hagsmunir sjómanna. Til þess var ég kosinn og að sjálfsögðu ver ég kjör sjómanna.
Hefur sjávarútvegurinn engu skilað til þjóðarinnar? Hvar hefur þú verið elsku drengurinn? Hver þorði í útgerð þegar kvótakerfið var sett á? Sumir voru píndir til að halda áfram þá.
Kvótakerfið hefur marga galla, svo sem frjálsa framsalið og leigubraskið. Það má laga með einfaldri aðgerð. Allan fisk á markað og bann á braskið. En það þýðir ekki að ég vilji afhenda hverjum sem er auðlindina á silfurfati. Hverjir bíða eins og hrægammar á hliðarlínunni núna? Uppgjafa gerfi útgerðarmenn sem margir hverjir eru búnir að selja sig þrisvar út úr greininni.
Bottom línan er þessi, ég treysti okkur hér í Eyjum um að sjá betur um okkar mál helduren................. segi ekki hverjum.
Valmundur Valmundsson, 27.3.2012 kl. 15:51
Góður Valmundur, baráttukveðja.
Helgi Þór Gunnarsson, 2.4.2012 kl. 20:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.