Fiskifréttir úr Verstöðinni.

Moren.

Jæja nú er loðnuvertíðin að syngjast upp. Allir á síðustu tonnunum og einhverjir byrjaðir að þrífa. Margir ætla að slútta á Bjögga Halldórs á morgun í Höllinni. Vonandi verða ekki þung kjaftshögg þó einhver uppgjör verði í gangi. Smá klapp á kjammann er í lagi....

Bergur landaði í morgun 65 tonnum. Smáey með tæp 60 tonn sem og Bergey. Vestmannaey er enn í gír biliríi. Stígandi var með 50 tonn í gær. Drangavík með 65 tonn í morgun, mest ýsu sem fékkst á sólarhring í Röstinni. Dala-Rafn í gær með 50 tonn.

Menn eru svolítið óhressir með loðnuverðið en febrúar lagði sig á 20 kall kílóið þrátt fyrir hrognin. Þetta er nokkuð mikil lækkun frá í fyrra og þótti mönnum lágt verð þá. Kallað verður eftir skýringum á þessu.

Enn bólar ekki á frumvarpi Steingríms um fiskinn í sjónum. Og ekkert hefur kvisast um hvað það snýst nema að pottþétt verður ákvæði um að allir sem róa til fiskjar verða að vera með gildan kjarasamning.

Þó það.............


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrði líka af einni hrognalöndun.

Þá stóð til að taka eins mikið í hrogn og hægt væri, sennilega 4-500 kör. Kom þá í ljós þegar búið var að landa sirka 300-400 tonnum (af ca. 1500-1600) að það væri alltof hátt hlutfall af hæng svo þeir hættu að kreista og pumpuðu restinni í gúanó (1100-1200 tonnum) og restin var skýrt hrat og lagðist því allur farmurinn nema einhver 100 kör af hrognum á 14 krónur en ekki 19 eða 20 krónur.

Fínt að geta kreist í nokkur kör af hrognum og skýra svo restina bara HRAT.

Og mér skilst að þetta sé dagsatt.

En hver fylgist svo sem með þessu... 

NN (IP-tala skráð) 16.3.2012 kl. 22:32

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Valmundur og takk fyrir fréttir úr verstoðinni.

Skrítið þetta með loðnuverðið, það er sama sagna gegnum tíðina og ekkert hægt að gera.

Það segir líka nokkuð mikið að þeir sem tjá sig um óréttlæti gera það ekki undir nafni eins og NN hérna fyrir ofan. Þetta er breyting frá því sem áður var.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 17.3.2012 kl. 14:31

3 identicon

Sæll Simmi,

Ástæðan fyrir því að ég tjái mig ekki undir nafni er sú að ef menn eru með einhvern kjaft þá bara missa menn vinnuna eða fá ekki vinnu hjá viðkomandi fyrirtæki... Þannig er það nú bara.

Enda sérðu ekki marga sjómenn kommenta hér inn á síðuna.

NN (IP-tala skráð) 17.3.2012 kl. 15:54

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll NN. Já ég þóttist vita þetta og það er alveg skiljanlegt að menn séu ekki að taka séns á því að missa vinnuna fyrir eina bloggfærslu.

Þetta setur aftur á móti meiri pressu á stéttarfélögin eða forustu þeirra að standa vörð um réttindi og kjör sjómanna.

Þetta sýnir líka þá breytingu sem orðin er á hluta þeirra útgerðarmanna sem eiga þessi skip og sumir  fisvinnslustöðvar, en sem betur fer eru þeir ekki allir með þetta yfirdrottnunareðli.

Gaman þætti mér að vita hver þú ert NN?

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 18.3.2012 kl. 22:00

5 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Heilir og sælir kommentarar.

Sjómannafélaögin reyna eins og þau geta að fylgjast með á öllum vígstöðvum. Eins og ég segi í bloggfærslunni um verðið í febrúar, þá eru það upplýsingar frá sjómönnum sem koma með uppgjörin sín til skoðunar. Út frá þeim finn ég verðið. En, svona gögn verðum við að fá til að geta rifið kjaft. Ekki sögusagnir. Og ég get staðfest að sumir útgerðir segja það blákalt við sína menn að fá sér aðra vinnu ef þeir eru ekki ánægðir. Ekki eru allir svona en þó nokkrir. Svo er alltaf hægt að senda mér póst á jotunn@simnet.is um allan andskotann.

Valmundur Valmundsson, 19.3.2012 kl. 14:08

6 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Valmundur, það er slæmt þegar menn sem ráða yfir stórum  fyrirtækum hafa þennann þankagang yfirdrottnunar þankagang og segja hreint út, að ef sjómennirnir séu ekki ánægðir þá skulu þeir fá sér aðra vinnu. Sjómannafélögin eiga að segja frá því hvaða menn þetta eru sem haga sér svona gagnvart sjómönnum. þá er líka hægt að vara sig á þeim.

Þessi hegðun vinnuveitenda hefur mjög neikvæð áhrif á stéttarbaráttu sjómanna, þegar þeir geta ekki tjáð sig um sín mál, jafnvel ekki maður við mann inni í Friðarhafnarskýli eins og einn sjómaður sagði mér.

Það vantar umræðu um þessi mál á blogginu og í fjölmiðlum.

Kær kveðja 

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 19.3.2012 kl. 18:30

7 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Sæll Simmi.

Málið er að ef ég færi að bera þetta á þá sem eiga myndu þeir neita fram í rauðan dauðann. Því þetta er yfirleitt tveggja manna tal. Menn passa sig á því. Svo heyrir maður um að útgerðarmenn segi að sjómenn hafi alltof hátt kaup, þetta gangi hreinlega ekki að skipstjórnarnir á uppsjávarskipunum hafi 15 millur á mánuði. En hvað hafa útgerðirnar þá ef sjóararnir hafa það svona gott? Líklega jafngott er það ekki. Og líka má minna á að tryggingin er heilar 220 þúsund á mánuði ef ekkert fiskast!!!

Valmundur Valmundsson, 20.3.2012 kl. 13:03

8 Smámynd: Valmundur Valmundsson

NN

Ef þú séð þetta þá sendu mér póst á jotunn@simnet.is um hvaða skip þetta er með hratið.

Valmundur Valmundsson, 20.3.2012 kl. 13:04

9 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Valmundur, já það getur verið erfitt að standa á sínu í Eyjum, einfaldlega vegna þess að ef menn lenda upp á kannt við sinn vinnuveitanda þá er það fljótt að hvissast út og getur þá verið erfitt að sækja um vinnu annarstaðar. En að sama skapi ætti það einnig að vera fljótt að berast út þegar einhver níðist á sínum mönnum. En ég trúi því ekki að það séu margir slíkir í Eyjum það er ég 100% öruggur á Valmundur.

Hvað varðar laun sjómanna þá hefur þetta alltaf verið lenska að tala mikið um þeirra laun þeirra þegar vel gengur, en minna og ekkert þegar illa gengur. Þessu er vísvitandi komið á framfæri í hvert skipti sem vel fiskast, en ekki sagt frá því að margir sjómenn eru atvinnulausir oft marga mánuði af árinu.

Síðast í morgun heyrði ég í útvarpinu umræður um þau góðu laun sem loðnusjómenn höfðu, en ekki var þar rætt um hvernig veðrið hefur verið í vetur.

Ekki meira um þetta að sinni, bíð bara eftir næstu færslu um aflaféttir og fleira.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 20.3.2012 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband