Verstöðin 26 jan 2012.

Moren.

Langt frá síðustu færslu. Tengdamóðir mín, blessunin hún Gunna Dóra lést 15 jan. Hef síðan þá verið í Reykjavík og haft nóg að gera við eftirmála þess. Blessuð sé minning hennar.

Sviplegt slys á Noregshafi í gær. Einn maður bjargaðist. Hann var í björgunarflotgalla. Enn einu sinni sanna þeir gildi sitt. Heyrði í morgun hjá Guðna Ölverssyni í Osló, að  ekki væri björgunargalla skylda á norskum skipum. Ef það er rétt þá vonandi setja þeir hana á eftir þetta hörmulega slys. Aðstandendur eiga um sárt að binda. Allir sjómenn hugsa til þeirra á sorgarstundu.

En að Verstöðinni. Ekki hefur borist mikið af loðnu hingað til Eyja. Þokkaleg veiði er víst núna í trollið en tregara í nótina. Dala-Rafn landaði í morgun 65 tonnum, mest ýsu. Einnig Smáey með eitthvað svipað. Vídalín er að landa karfa og ufsa. Suðurey landaði í gær rúmum 80 tonnum mest ýsu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Valmundur, mig langar að votta þér samúð mína.

Hefur þú nokkuð heyrt hvað gerðist þarna við Noreg, hvernig slysið átti sér stað?

Kær kveðja.

Helgi Þór Gunnarsson, 29.1.2012 kl. 13:33

2 Smámynd: Valmundur Valmundsson

Tqkk Helgi minn.

Það var haft eftir þeim sem lifði af að mikill leki hafi komið af skipinu og það farið niður á mjög skömmum tíma.

Valmundur Valmundsson, 30.1.2012 kl. 14:42

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Helgi Þór Gunnarsson, 31.1.2012 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband