Moren.
Drangavík var að koma inn. Bergey og Vestmannaey lönduðu í fyrradag eitthvað um 30 tonnum hvor. Vídalín landaði í Höfuðborginni í gær og er með bilað spil. Annars er lítið að frétta. Huginn er kominn úr austurvíking og fer í Breiðafjörðinn á sunnudag. Líklega verður hann lengri tíma en í fyrra að klára íslandssíldina en þá þurfti hann eitt kast og vélstjórinn svaf af sér heila síldarvertíð. Þórunn og Dala-Rafn verða á morgun og Bergur líklega líka.
Nokkuð hefur verið rætt um verðmyndun á uppsjávarfiski undanfarið. Ekkert er fast í hendi þegar kemur að verðlagningu á uppsjávarfiski uppúr sjó. Kallarnir eiga að semja sjálfir við útgerðina í flestum tilfellum. Hér í Eyjum er annað af stóru fyrirtækjunum með afurðaverðstengingu sem er nokk betra en að slást um verðið í miklu návígi. En ég minni á að ef ekki semst um verð er það réttur bæði kallanna og útgerðar að vísa málinu til úrskurðarnefndar. Það gengur ekki að verð sé ákveðið einhliða og ef menn eru ekki ánægðir geti þeir farið eitthvað annað.
Útgerðarmenn hafa undanfarið farið mikinn í auglýsingum um kvótakerfið og atvinnusjómenn hafa stutt við bakið á þeim í þessum málum. Við vitum ekki hvað við fáum í staðinn fyrir núverandi kerfi en víða eru agnúar í núverandi kerfi sem sníða má af.
Engin trygging er fyrir því að t.d. Vestmannaeyjar haldi sinni hlutdeild í aflamarkinu ef tillögur Jóns bónda verða ofaná. Það þýðir að hjá okkur er búið til vandamál til að leysa vandamál annarsstaðar. Vandamál sem menn bjuggu til sjálfir með því að klúðra sínum málum og vilja nú byrja aftur. Þessu höfum við mótmælt og staðið með útgerðinni. Þannig að útgerðin hlýtur að standa með okkur í verðlagningunni.
Um frumvarp ráðherra þarf ekki að hafa mörg orð. Nánast allir sem gáfu umsögn um frumvarpið gáfu því falleinkunn. Meira að segja handvaldir sérfræðingar ráðherra rústuðu því. Nú liggja margir undir feldi við að semja nýtt frumvarp, þannig að við fáum líklega fimm frumvörp um fiskveiðistjórnunina á vordögum. Gaman ekki satt??
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.