Moren.
Það sullar á pjásunni, eins og stundum er sagt í brælu. Austan skítabræla og rigning. Ekki er hægt að kvarta yfir hitanum 10 gráður í morgun.
Gullberg er að landa tæpum 100 tonnum af þorski og ufsa. Kap kom í morgun með 500 tonn af síld og Júpiter er kominn með 900 tonn. Óli og peyjarnir á Álseynni fengu 1400 tonna kast á föstudaginn uppí fjöru við Stykkishólm. Hirtu 1000 tonn sjálfir og gáfu rest.
Ekkert bólar á frumvarpi Jóns bónda um fiskveiðistjórnunarkerfið. Karlinn lét hafa eftir sér að fyrst allir væru á móti frumvarpinu, sem lagt var fram í sumar, þá væri best að leggja það fram aftur óbreytt....! Svona gerast kaupin á eyrinni í dag, fyrst allir eru á móti er best að vera líka á móti. Hver hendin upp á móti annari innan ríkisstjórnarinnar í þessu máli og engin niðurstaða í sjónmáli.
Meðan svo er er geta sjómenn ekki samið við útgerðina. Kjarasamningur okkar gilti til síðustu áramóta eins og kunnugt er. Útgerðin heldur því fram að ekkert sé um að semja fyrr en botn fæst í hvað ríkisstjórnin ætlar sér með kvótakerfið. Sem er að nokkru leiti skiljanlegt. Einnig heyrir maður frá útgerðinni að of mikið beri í milli aðila. Báðir aðilar hafa lagt fram sínar kröfur. En maður skildi ætla að ef of mikið ber í milli væri ráð að tala saman og nýta tímann. Eins og góður maður sagði einhvern tíma. ,,Það er góður siður að færa sér dauða tímann í nyt."
Birti svo kröfur sjómanna og útgerðarmann næstu daga.
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.