Moren.
Í denn á Sigló stóð til að stofna old boys fótboltalið KS. Finni Hauks vildi finna gott nafn á liðið og lagði til nafnið, ,,Hjörtu og nýru". Ekki vildu menn samþykkja tillögu Finna. Hann bætti þá við ,,af nýslátruðu". Flott nafn á fótboltalið, Hjörtu og nýru af nýslátruðu. Þá gæti leiklýsing hljómað eitthvað á þennan veg:
,,Hjöru og nýru af nýslátruðu hreinlega slátruðu Magna Grenivík, 6-0 þar sem Friðfinnur Hauksson fór á kostum og skoraði þrennu og lagði upp tvö áður en hann fór af velli með nýrnakast".
Jæja nóg af þessari vitleysu. Þórunn kom í morgun með 75 tonn af allskonar gumsi. Litla karfa, ufsa, bláriddara, stinglax og tussunef, bara nefna það. Dala Rafn kom líka í morgun með eitthvað ekki stórt sýndist mér á hleðslumerkjunum. Kap er að landa síld um 500 tonnum og Júppi líka um 750 tonnum. Annars eins og fram kom í gær er flotinn að mestu fyrir austan og landar þar.
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll Valmundur takk fyrir aflafréttir og sérstklega skemmtilegar miningar þínar um fyrirhugaða stofnun fótboltaliðs sem átti að heita Hjörtu og nýru af nýslátruðu
. Svona sögur og minningarbrot gera bloggið skemmtilegt og þess virði að vera bloggari. Endilega máttu koma með meira af svona skemmtilegu efni sem maður hreinlega skellir upp úr við að lesa.
Kær kveðja til Eyja héðan úr Kópavogi.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 11.11.2011 kl. 00:17
Sæll Simmi
Takk fyrir innlitið og hólið og fer það til baka frá mér til þín. Örugglega kemur eitthvað meira svona skemmtilegt á næstunni.
Valmundur Valmundsson, 11.11.2011 kl. 12:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.