Haustböllur.

Moren.

Það pusar á haustbellinum. Veðrið hefur verið að stríða okkur undanfarið. En Gullberg kom á mánudag með 70 tonn mest þorsk. Síldarvertíð á hausti er formlega hafin, eftir að Jón bóndi gaf loksins út kvóta. En hélt þó 2000 tonnum fyrir gæludýrin sín. Sighvatur kom í fyrradag með góða síld úr Breiðafyrðinum. Álsey kom í gærkvöld með síld af sama svæði. Þannig að stöðvarnar eru farnar að snúast á fullu. Júppi og Þorsteinn fara líka á heimasíld sem og Kap fyrir Vinnsló.

Togbátaflotinn er fyrir austan að mestu leiti og eru að landa þar. Nema Frár, sem er með heimakærari skipum og þar eru menn ekkert að eyða olíunni í einhverja brælutúra heldur liggja á kerlingunum, passa krakkana og elda matinn.

Svo er stýrimaðurinn Simmi að æfa fyrir bikarleikinn á laugardaginn. Aukaæfingar tvisvar á dag. Verður hörku viðureign. Meðalaldurinn er víst um 50 ár, þrátt fyrir tvo leikmenn sem eru um tvítugt. Eins og kunnugt er þurfti að fresta leiknum vegna þess að hann var settur á um kvöld. Þá eru leikmenn ÍBV 2 flestir farnir að sofa eða dottandi yfir fréttunum. En áfram ÍBV 2, þið rústið þessu ef úthaldið brestur ekki.

Og eitt mars í hálfleik....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband