Moren.
Jæja nú er komin blíða og Herjólfur fer í Landeyjahöfn. Miklar umræður eru nú um framtíð hafnarinnar og siglinga þangað. Við sáum 50% vandamálanna leysast þegar Baldur leysti hér af í september. Það er, djúprista ferju sem siglir í Landeyjahöfn má ekki vera yfir þremur metrum. En Baldur er ekki tækið sem við þurfum með fullri virðingu fyrir því góða skipi. Það er of lítið. En ef menn einhenda sér nú í að smíða nýja ferju sem hentar siglingum í Landeyjahöfn er það bara gott. Við megum samt sem áður ekki gleyma því að höfnin er ekki klár. Meðan á smíðatíma nýrrar ferju stendur verður að bæta hafnarskilyrði í Landeyjahöfn. Við verðum að treysta Siglingastofnun til þess. Uppá hana stendur að lagfæra það sem lagfæra þarf. Fyrst þingmenn okkar sunnlendinga eru fundnir og komnir til byggða ætti það að vera snöfurmannlegt og létt mál að fóðra Siglingastofnun á aurum. Þeir redda þessu með einari og hinni í rassvasanum.
En nokkrir að landa í dag. Frár, Smáey, Drangavík og Þórunn, sem var með 40 tonn af allskonar skrautfiskum. Einhver sagði mér í morgun að þeir hefðu fiskað fyrir 25 milljónir af utankvótafiski í vikunni. Drangavíkur menn eru að fara í helgarferð á Hótel Geysi þannig að sveitavargurinn verður að hafa varann á sér. Svo er færeyskur mjölari að taka mjöl hjá FES. Ekki mjög fréttnæmt nema að hann er með snarvenda vél og gaman að kynnast því. Tók hann inn í morgun og hafði gagn og gaman af.
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.