Noren.
Jæja nú skal hamrað á lyklaborðið. Var í smá heimsókn hjá germönum í höfuðborg þeirra, Berlín. Gaman að skoða hvernig austur- og vestur Berlín hafa splæst sig saman eftir hrun múrsins. Vorum í íbúð sem var austan megin múrsins. Eins og að fara 30 ár aftur í tímann. Ekki mikil útgerð í Berlín nema fljótaprammar. En nú er kallinn kominn heim heilu og höldnu.
Dala-Rafn kom í gær með lítið eða um 20 tonn. Þórunn var í fyrradag með 50 tonn af litla-karfa, stinglax og allskonar kvikindum. Bergey með 70 tonn í morgun af allskonar skrapi, litla-karfa, gullax og fleiri tegundum. Vídalín er að landa sem og Brynjólfur sem var með tonn af krabba og 15 tonn af fiski. Vestmannaey er líka að landa.
Jón bóndi er ekki enn búinn að gefa út kvóta í íslandssíldinni og nú verður karlinn að haska sér með það. Breiðafjörðurinn er fullur af síld sem bíður eftir Óla á Álseynni og öðrum köppum.
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.