Moren.
Bræluskítur hefur einkennt þessa viku til lands og sjávar í Verstöðinni. En Vídalín landaði fullfermi á þriðjudag, 110 tonnum mest karfa. Þórunn var í gær með 95 tonn mest þorsk. Suðurey með 60 tonn í fyrradag. Dala-Rafn í gær , veit ekki hve mikið. Frár kom í nótt með 30 tonn af Péturseynni. Smáey 35 tonn að austan. Vestmannaey með ágætt mest litla karfa. Bergey kom einnig í morgun og er að landa. Drangavík er enn á krabba. Var með 60 kör af heilum og eitthvað meira af fiski í fyrradag. Bergur með 70 tonn í morgun. Þannig að ástandið er svona þokkalegt þrátt fyrir gæftaleysi.
En að öðru. Vs afli hvað er það? Í stuttu máli þýðir Vs, Verkefnasjóður sjávarútvegsins. Allt að 5% umfram aflamark fiskiskips má, að tilteknum skilyrðum uppfylltum, landa sem svokölluðum VS-afla og dregst sá afli ekki frá aflamarki hlutaðeigandi skips. Andvirði þessa afla rennur að stærstum hluta (80%) til Verkefnasjóðs sjávarútvegsins en það sem eftir stendur gengur til útgerðar og áhafnar skipsins.
Svona er þetta. 20% af af verðmæti kemur til skipta til útgerðar og sjómanna. Sjómenn líta svo á að þeir séu að vinna þegnskylduvinnu með því að taka þátt í þessu bulli.
Tökum dæmi. Skip má fiska 300 tonn af þorski yfir árið. 5% í Vs þýðir 15 tonn. Þessi 15 tonn seljast á markaði fyrir 400 kr/kg. Það gerir 6 milljónir í aflaverðmæti. Hásetahlutur, fullur, er kr. 115.000-. Ef þessum 15 tonnum er landað sem Vs afla er hásetahluturinn kr. 23.000-.
Sjómannasamtökin álíta að þetta gangi gegn sjómannalögunum og kjarasamningi og sé í raun ólöglegt. Er einhver önnur stétt í landinu sem sætir þessum kjörum?
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Valmundur, nei það er heldur enginn stétt sem LÆTUR FARA SVONA ILLA MEÐ SIG. Valmundur, við höfum oft rætt þetta með samstöðuleysið, það er þess vegna sem ég kenni sjómönnum um þetta sjálfum, þögn er sama og samþykki.
kær kveðja.
Helgi Þór Gunnarsson, 14.10.2011 kl. 23:00
Heill og sæll Valmundur, þarna hafa SJÓMANNAFÉLÖGIN verk að vinna, auðvitað með með samstöðu allra sjómanna.
Takk fyrir aflafréttir og aðrar féttir úr verstöðinni.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 19.10.2011 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.