Moren.
Nú skartar náttúran sínu fegursta í Eyjum. Fór í morgun að taka inn frystiskip og þá kom sólin akkúrat upp úr hafinu í há austur, rétt fyrir kl. átta. Fallegur morgunn. Nú er Heimaklettur bleikur og reyndar ráðhúsið líka í tilefni bleiku slaufunnar. Gott mál.
En fiskiríið er þokkalegt, allur togbátaflotinn landaði á fimmtudag og föstudag. Svona upp og ofan hvað menn voru með, en þokkalegur reytingur hjá flestum eftir hálfgerða bræluviku. Vestmannaey er komin úr slipp og er að bíða af sér veiðileyfissviptingu. Góðar fréttir af Víkiningi Ak í loðnunni. Vonandi fáum við eitthvað af henni hingað.
Maður lifandi, nú vilja menn færa Landeyjahöfn 2-3 km. vestar en hún þó er. Það verður aldrei gert og nú þarf að snúa sér að því að leysa þau vandamál sem fyrir eru. 50% af vandanum sáum við leysast með Baldri. Þ.e. djúpristan og skrokklagið.
Nýtt skip þarf með nýrri hönnun.
Brjóta þarf úthafsölduna einhvern veginn áður en hún gengur í hafnarmynnið.
Viðunandi dýpkunarúrræði.
Punktur og basta.
Koma svo, bretta upp ermar og byrja, hraði snigilsins er ekki í boði lengur.
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.