Moren.
Í tilefni dagsins er ekki úr vegi að koma með nokkrar bræluvísur. Einn kastaði þessari fram þegar túrinn var orðinn langur og brælu var spáð daginn eftir. Ætli helvítis kallinn fari í land?? Ekki kom svar frá kalli um það.
Brælan byggir upp í mér
bölvaðan greddu kláða.
Kallinn gapir í gaupnir sér
mig langar svo að fá'ða.
Svo er önnur eftir konu, nokkuð tvíræð.
Jón minn hefur litla lyst,
langtum betur aðrir sóttu.
Það var aðeins allra fyrst,
að hann réri á hverri nóttu.
Amma gamla kenndi mér einu sinni vísu. Bað hana um eina klúra og þetta var það klúrasta sem hún kunni. Ég man ekki í hvaða tilefni hún var samin en hún er nokkuð glúrin.
Farðu nú að fara í land,
því fallega syngur ritan.
Davíðs niðji drekktu hland
og drullaðu svo á bitann.
Jæja að öllu gamni slepptu þá er bræluskítur og flotinn í landi. Vestmannaey er í slipp, fínt að nýta veiðileyfissviptinguna í það. Eins og Kári Jóns sagði oft í löndun á Siglufirði, ,, færa sér dauða tímann í nyt, drengir". Bergey og Bergur komu í morgun sem og Þórunn og Brynjólfur. Suðurey var í gær sem og Frár og Smáey sem var með tvo gáma af grálúðu að austan ásamt einhverju fleiru. Annars er enginn landburður af fiski, alltaf einhver helvíts skælingur. Sighvatur var í gær með síld. Drangavík og Krissan lönduðu í borginni í vikunni. Humarinn kom svo með flóabátnum Baldri til VSV. Annars er Drangavík að hætta á humrinum og fara á fiskitroll.
.
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll Valmundur, það er alltaf gaman að hafs svona vísur í bland með fiskifréttunum
.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 2.10.2011 kl. 23:09
Helgi Þór Gunnarsson, 9.10.2011 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.