Aflaverðmæti.

Moren.

Nú eru komnar staðfestar tölur um aflaverðmæti íslenskra skipa árið 2010. Vestmannaeyjar geta vel unað við sinn þátt í aflaverðmætinu. Lætur nærri að aflaverðmæti Eyjaflotans sé um 17 milljarðar króna í fyrra. Af þessari upphæð greiða sjómenn í Eyjum um einn og hálfan milljarð í tekjuskatt og útsvar. Glæsilegt og vel af sér vikið. Við erum stoltir af því að leggja vel til samfélagsins.

Þó má halda fram að aflaverðmætið væri meira ef verðlagsmálin á aflanum væru í betra lagi. Það er nefnilega þannig með fiskverðið að okkur finnst það ekki sambærilegt miðað við nágrannalönd okkar. Ef við værum að vinna á sambærilegum verðum og t.d. frændur vorir færeyingar yrði aflaverðmætið mun hærra. Enda landa þeir ekki hér fyrir það sem við fáum fyrir aflann. Þeir eru "yfirboðnir" svo þeir komi og landi.

En niðurlagið er þetta; ef íslenskir sjómenn fengju sambærilegt verð fyrir aflann og greitt er fyrir hann í nágrannalöndum okkar, myndum við greiða töluvert meira til samfélagsins en nú er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband