Moren.
Jæja nú er rólegt í Verstöðinni, og þó. Álsey kom í nótt með makríl og vaktir eru komnar á hjá Ísfélaginu. Sighvatur er að landa 550 tonnum af makríl og vaktir hjá VSV.
Verðið sem sjómennirnir fá fyrir makrílinn er mjög mismunandi. Frá kr. 40 og uppí 110 kr. Þessi mismunur er alltof mikill og einhvern veginn verður að ná utan um verðlagsmálin á uppsjávarfiskinum. Frændur vorir færeyingar eru búnir að leigja frá sér 20.000 tonna makrílkvóta og er meðalverðið á kílóið kr. 80. Einhverjir eru semsagt að græða á því að selja makríl afurðir. Ef hægt er að borga 80 kall í leigu og eiga eftir að veiða kvótann þá er einhversstaðar pottur brotinn hjá oss íslendingum. Það hefur verið fullyrt í mín eyru að sölukerfið á afurðum á Íslandi sé tvöfalt. Þ.e. að fyrirtækin eigi sjálf sölufyrirtæki sem kaupi af þeim afurðirnar á lágu verði og selji svo dýrara áfram. Þessi orðrómur verður sífellt háværari. Ef þetta er svona er það fullkomlega ólöglegt og til skammar að hlunnfara sjómenn með þessum hætti. Ég undirstrika að engar beinar sannanir eru fyrir hendi um að þetta sé svona, en menn grunar að svona sé í pottinn búið.
Það eru ekki einungis sjómenn sem blæða, ef þetta er með þessum hætti, heldur allt samfélagið. Minna útsvar, minni skattar, minni gjaldeyrir sem kemur inn í landið. Sjómannassamtökin eru að skoða þessi mál, en mjög erfitt er að nálgast upplýsingar um hvernig sölukerfið virkar í raun. Bera menn fyrir sig viðskiptahagsmunum og persónuvernd hefur verið dregin inn í málið.
Bloggvinir
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.