Fyrirsögn vantar.

Moren.

Föstudagur í Verstöðinni. Bergey og Vestmannaey lönduðu í morgun rúmum 50 tonnum hvor. Annars er allt rólegt. Vaðandi makríll um allan sjó og kemur stundum inn í höfnina. Þórunn er enn í vesturvíking og landar á Grundó. Sem og Stígandi sem landar í borginni. Smáey er að fara á fiskitroll. Dala Rafn fer á makríl aftur á sunnudag. Og takið eftir, það vantar mannskap á flotann núna. Veit til þess að vanti á rauða herinn núna og í næsta túr. Áhugasamir geta haft samband við Berg-Huginn með upplýsingar. Veðrið er eins og best verur á kosið, sól með köflum og vel heitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband