Korter í Þjóðhátíð

Moren.

Verstöðin ber þess merki að nú styttist í þjóðhátíð. Nánast allur flotinn í höfn og þröngt á þingi. Huginn er að frysta síðustu pöddurnar útaf Eiðinu. Júppinn kom í gær með 450 tonn af makríl. Þorsteinn er farinn á síld sem og Álsey og Gvendur. Þórunn kemur í fyrramálið og þá eru nú flestir mættir og ætla eflaust margir að skreppa í dalinn.

Stöðvarnar stoppa yfir Þjóðhátíðina og liðið fær smá frí.

Skemmtiferðaskipið Athena sem er 157 m langt kom hér í morgun en sökum þess hve hvasst er þá var ekki hægt að taka það inn. Nú vantar aðstöðu við Eiðið fyrir svona stór skip. Þess má geta að Athena er gamla Stockholm byggt 1948 og er allt hið glæsilegasta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband