Húsafell

Moren.

Erum í Húsafelli í góðu yfirlæti með krökkunum okkar, tengdabörnum og afastelpunni Unu Björgu. Hér er gott að vera. Sagan við hvert fótmál. Snillingurinn Páll á Húsafelli er flottur. Listaverkin hans eru hér allsstaðar. Margir hafa heimsótt okkur, Mamma og Gutti, sem Guttavísur eru ortar um, Sigga systir og ömmubörnin hennar. Í kvöld verður humarveisla þó við séum nú ekki alveg við sjóinn líklega 60 km niður að sjó. En maður á góða að þegar að fiskinum kemur. Hér er þó nokkuð um fisk því hérna er seiðaeldi sem Jónsi Gutta veitir forstöðu. Óttar Gull er í bústað hérna líka svo það er nægt sjóaraspjall hjá okkur á morgnana þegar kíkt er í kaffisopa og spjall.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband