Moren.
Jæja nú er komið nóg af leti. Við hjónin vorum á Sigló um síðustu helgi, á árgangsmóti hjá eðalárgangi 1961. Og veðrið maður sól og blíða og 20 stiga hiti. Mikið gaman að hitta gömlu skólafélagana. Vorum á Hóli á laugardagskvöldið í mat og svo var diskó á eftir eins og í þá gömlu góðu. Og hvílíkt stuð maður. Lognið var svo mikið að maður þurfti að hlaupa um til að ná andanum. Takk fyrir frábæran tíma bekkjarfélagar.
En að fiskiríinu. Þórunn og Vídalín lönduðu í fyrradag fullfermi. Frár landaði í gær 60 tonnum mest ufsa sem fékkst á Péturseynni. Þar veltir ufsinn sér í síldinni sem er aðeins farin að verpa. Þá kemur kannski ýsupíkan. Vestmannaey og Stígandi eru að landa og báðir með fullfermi. Sighvatur með 300 tonn makríl í gær og Kap með eitthvað svipað í dag. Þorsteinn er undir í Fesinu. Júpiter var bilaður í Grindavík en er farinn að stað aftur. Tobbi stýrimaður gekk á nafna sinn og sagðist hafa farið á Þorbjörn. Agnes konan hans sagðist oft hafa farið á Þorbjörn. Smáey er að fara á makríl þar sem Bergey er að fara í slipp. Beddi og Hrafn fóru á sjó í gær á litla Glófaxa og fara þá ekki í dag!!
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.