Þorskurinn og Hafró

Moren.

Jæja nú liggur Stóridómur fyrir hjá Hafró. Auka skal þorskkvótann um heil 17.000 tonn, maður lifandi. Jói forstjóri skýrði út af hverju í hádeginu. Fiskurinn er að stækka og stofnvísitalan eykst. Nú erum við í uppsveiflu og eigum að halda því áfram. Árið 2016 verður kvótinn kominn í 250.000 tonn. Takið nú eftir; stofnvísitalan er líklega í hámarki og að öllum líkindum fer hún að dala næstu árin. Ég spái því að árið 2016 verði veiðin innan við 200.000 tonn. Gömlu skipstjórnarnir hér í Eyjum hafa lengi bent á að Hafró sé alltaf tveimur til þremur árum á eftir með ráðgjöfina. Held það sé rétt hjá þeim. Miðað við magnið af þorskinum sem er á ferðinni undanfarin 2-3 ár ættum við að veiða 200- 220.000 tonn árlega. Svo þetta með að geyma fiskinn í sjónum. Einhverntíma drepst stóri fiskurinn og ef ekki má veiða hann hvað þá? Svo étur hann undan sér ef æti vantar. Smærri fiskinum fer fækkandi, samkvæmt línuritum Jóa Hafró bónda, en þeim stærri fjölgar. Svo kunna helvítis kvikindin að synda!

Sighvatur kom með 180 tonn af makríl í morgun og nú er Kap að toga á móti Ísleifi. Togskipaflotinn er að mestu farinn á sjó að draga björg í bú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband